Síða 1 af 1
Er í vandræðum með að ekkert hitaforrit vill lesa örgjörvann
Sent: Sun 08. Nóv 2009 21:16
af Dazy crazy
Á heimilinu er ekki svo mjög gömul medion tölva og hún er með
intel pentium 4, 2800 MHz örgjörva
MSI MS-7041 Móðurborð
og ekkert af þeim hitaforritum sem ég er að nota vill lesa hitann á örgjörvanum.
Er búinn að prufa everest, core temp og real temp en 2 síðastnefndu segja að þetta sé ekki intel based örgjörvi
Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að bögga þetta eða er þetta bara eðlilegt með Medion?

Re: Er í vandræðum með að ekkert hitaforrit vill lesa örgjörvann
Sent: Sun 08. Nóv 2009 21:32
af Taxi
Speedfan les þennann örgjörva ef ég man rétt.
Coretemp og realtemp eru bara fyrir nýrri örgjörfalínurnar, og realtemp aðeins fyrir Intel.
Re: Er í vandræðum með að ekkert hitaforrit vill lesa örgjörvann
Sent: Sun 08. Nóv 2009 22:02
af Dazy crazy
já, gleymdi speedfan, takk
Hvernig eru þessir örgjörvar að bregðast við yfirklukki? og er það yfirleitt hægt, heyrt að msi borðin væru ekki góð.
Re: Er í vandræðum með að ekkert hitaforrit vill lesa örgjörvann
Sent: Sun 08. Nóv 2009 22:06
af Taxi
Platinium serían hjá MSI er fín i yfirklukk en engin önnur borð frá MSI hef ég getað yfirklukkað.
Re: Er í vandræðum með að ekkert hitaforrit vill lesa örgjörvann
Sent: Sun 08. Nóv 2009 22:13
af Dazy crazy
og þetta er ekki sú seria er það?
Ok, fann ekkert í bios til að yfirklukka hana, myndi bios update breyta einhverju?
Re: Er í vandræðum með að ekkert hitaforrit vill lesa örgjörvann
Sent: Sun 08. Nóv 2009 22:50
af coldcut
því er erfitt að svara þar sem þetta borð er ekki einu sinni skráð á msi.com.
...hins vegar finnst mér mjööööög litlar líkur á að þetta sé úr platinum seríunni og þá aðallega vegna þess að þetta er Medion tölva

Re: Er í vandræðum með að ekkert hitaforrit vill lesa örgjörvann
Sent: Sun 08. Nóv 2009 23:35
af Dazy crazy
Ok, þá verður þetta drasl bara stock þangað til að ég tími að láta það eyðileggjast á einhverju fikti.
Takk fyrir svörin