Síða 1 af 1

Hljóðtengi aftan á móðurborði, smá hjálp.

Sent: Fös 06. Nóv 2009 21:33
af Glazier
Aftan á kassanum mínum eru svona nokkurnvegin þessi tengi sem eru á þessari mynd: http://img.directcanada.com/images/ASRO ... 45XE_1.jpg
Og ég var að spá, ef ég sæki mynd í HD gæðum á netinu og er síðan með snúru tengda í græna tengið þarna aftan á móðurborðinu og þaðan í 5.1 heimabíó (þetta er tvöföld snúra sem tengist í eitthvað tvennt aftan á magnaranum) fæ ég þá gott surround hljóð þegar ég horfi á bíómynd ?
Ef ekki, er eitthvað sem ég get gert til þess að fá gott surround hljóð í bíómynd sem ég sæki af netinu ? :)

Öll hjálp vel þegin :D

Re: Hljóðtengi aftan á móðurborði, smá hjálp.

Sent: Fös 06. Nóv 2009 22:02
af einarhr
Þú tengir úr tölvunni með Coxial sem er þessi appelsínuguli uppi við lyklaborðstengið í Coxial á magnaranum. Þetta sendir Digital merki frá tölvu í magnara. Það er nú nóg að nota RCA snúru í þetta en það er einnig hægt að kaup sérstakar snúru fyrir þetta í helstu tölvuverslunum og þá eru þær yfirleytt gullhúðaðar fyrir betra merki.

Við hliðina á Coxoial tenginu er Optical tengi sem sendir einnig Digital eins og Coxial en að mig minnir með töluvert betri gæðum og þarft þú þá magnara með Optical inn, það á einnig við Coxial

Btw þú færð ekki Surond með steríó snúru ss. RCA í Jack með rauðu og hvítu/svörtu.

Re: Hljóðtengi aftan á móðurborði, smá hjálp.

Sent: Fös 06. Nóv 2009 22:08
af Glazier
einarhr skrifaði:Þú tengir úr tölvunni með Coxial sem er þessi appelsínuguli uppi við lyklaborðstengið í Coxial á magnaranum. Þetta sendir Digital merki frá tölvu í magnara. Það er nú nóg að nota RCA snúru í þetta en það er einnig hægt að kaup sérstakar snúru fyrir þetta í helstu tölvuverslunum og þá eru þær yfirleytt gullhúðaðar fyrir betra merki.

Við hliðina á Coxoial tenginu er Optical tengi sem sendir einnig Digital eins og Coxial en að mig minnir með töluvert betri gæðum og þarft þú þá magnara með Optical inn, það á einnig við Coxial

Btw þú færð ekki Surond með steríó snúru ss. RCA í Jack með rauðu og hvítu/svörtu.

Takk fyrir þetta :)
En núna er ég ekki með neitt svaðalegt heimabíó, bara svona í ódýrari kantinum.
LG - 302SD (lítur svona út: http://compareindia.in.com/media/images ... _combo.jpg )
Er ekki sá besti í ensku en ég reyndi að leita á google en fann ekkert um það hvort það er svona tengi eins og þú talar um á þessum magnara, getur þú fundið út úr því ? :D

takk, takk :D

Re: Hljóðtengi aftan á móðurborði, smá hjálp.

Sent: Fös 06. Nóv 2009 22:19
af einarhr
ég kíkti á manualinn og því miður er hvorki Coxial Inn né Optical Inn á þessum magnara. Þú verður að láta Sterióið duga.

Hér er linkur á Manualinn http://safemanuals.com/user-guide-instructions-owner-manual/LG/HT302SD-_E

Re: Hljóðtengi aftan á móðurborði, smá hjálp.

Sent: Fös 06. Nóv 2009 22:26
af Glazier
einarhr skrifaði:ég kíkti á manualinn og því miður er hvorki Coxial Inn né Optical Inn á þessum magnara. Þú verður að láta Sterióið duga.

Hér er linkur á Manualinn http://safemanuals.com/user-guide-instructions-owner-manual/LG/HT302SD-_E

Ohh vá, búinn að eiga þetta heimabíó í næstum 3 ár og aldrei séð eftir því að hafa keypt það fyrr en núna :oops:
Takk samt fyrir hjálpina :)

Re: Hljóðtengi aftan á móðurborði, smá hjálp.

Sent: Fös 06. Nóv 2009 22:30
af einarhr
Já mörg af þessum ódýrari heimabíóum eru ágæt þangað til að manni langar til að tengja eitthvað við það :) Sjálfur átti ég Heimabíó frá Sony sem var með Coxial Out en ekki Coxial Inn, eins heimskulegt og það er. Ss ég gat tengt heimabíóið við annað heimabíó :)

Re: Hljóðtengi aftan á móðurborði, smá hjálp.

Sent: Fös 06. Nóv 2009 22:35
af Glazier
einarhr skrifaði:Já mörg af þessum ódýrari heimabíóum eru ágæt þangað til að manni langar til að tengja eitthvað við það :) Sjálfur átti ég Heimabíó frá Sony sem var með Coxial Out en ekki Coxial Inn, eins heimskulegt og það er. Ss ég gat tengt heimabíóið við annað heimabíó :)

Haha, bara hægt að tengja heimabíóið við annað heimabíó.. eins tilgangslaust og það hljómar (eða ég sé allavega ekki tilganginn í því).
Reyndar þegar ég keypti þetta þá var það þannig að mig langaði í heimabíó, kíkti inná BT.is og Elko.is og sá þetta hjá elko, þeir áttu eitt eftir og ég fór og sótti það morguninn eftir án þess að pæla nokkuð í því hversu gott það var (samt aldrei verið ósáttur með hljóminn í því fyrr en núna) en ég var nú ekki gamall þegar ég keypti það og datt ekki í hug að spá í svona hlutum. #-o
Spái bara í þessu næst :D

Edit: En var að spá í einu, þú sérð þarna á móðurborðinu sem ég sendi mynd af bleikt, grænt og blátt tengi svona 3 saman, græna tengið er það sem ég nota núna til að tengja heimabíóið við tölvuna en hvað gerir bláa tengið þessari línu svo svo tengin þrjú þarna fyrir ofan ? (appelsínugult, svart og grátt)