Síða 1 af 1
Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 02:22
af dofri1
Allt laggar á sekúndu fresti
hljóð, mynd, músin, textinn sem ég skrifa og bara allt!
það gerðist áðan að ég var að tengja geisladrif og kveikt var á tölvunni að hún slökkti bara allt í einu á sér, ég kveikti á henni aftur og þá var þetta orðið svona.
er þetta ekki tengt aflgjafanum, bara búið að steikja hann?
mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað spennuflakk á honum ?
Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 09:55
af beatmaster
dofri1 skrifaði:það gerðist áðan að ég var að tengja geisladrif og kveikt var á tölvunni að hún slökkti bara allt í einu á sér, ég kveikti á henni aftur og þá var þetta orðið svona...
Varstu að tengja drif inní kassanum á meðan að það var kveikt á tölvunni?
Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 11:05
af biturk
þú gerir þér grein fyrir því að það er stranglega bannað að gera það...álíka gáfulegt og skipta um startara í bíl meðann hann er í gangi

Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 13:30
af coldcut
sorrý en það lítur allt út fyrir að þú hafir gefið tölvunni þinni raflost!
ALDREI fikta inni í tölvunni þinni á meðan það er kveikt á henni!!!
Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 15:25
af CendenZ
Myndir byrja á því að slökkva á vélinni, jarðtengja þig og taka drifið úr sambandi.
svo tengja aftur og kveikja með ekkert drif.
Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 16:53
af intenz
Þetta vandamál er leyst.
Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 17:47
af binnip
Mátt nú alveg koma með hvernig þú leystir það.
Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 18:01
af intenz
binnip skrifaði:Mátt nú alveg koma með hvernig þú leystir það.
Chipset drivers.
Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 06. Nóv 2009 19:20
af CendenZ
dofri = intenznes ??

Re: Tölvan mín laggar á fullu ?!
Sent: Fös 13. Nóv 2009 01:53
af intenz
CendenZ skrifaði:dofri = intenznes ??

Ni, en gaurinn postaði sama vandamáli á Live2Cruize spjallið og ég leysti þetta þar.