Ég horfi nú ekki á takkana, finnst engu að síður þægilegra að vera með límmiðina. Konan grípur líka í tölvuna við og við...
Cascade skrifaði:Hvernig er svo nýja tölvan?
Hvaða spekka fékkstu þér aftur og hvað kostaði þetta total
Ég er mjög ánægður með gripinn nema að svo virðist sem að það hafi gleymst að setja 7 in 1 media card reader á hana þegar ég customizaði hana. Nenni nú ekki að gera mikið mál úr því þar sem ég fékk svo góðan afslátt og þessi hlutur kostaði einungis $10 dollara aukalega, get alltaf keypt mér express media card reader ef mig sárvantar þetta.
Speccarnir eru:
14.1 WXGA+ TFT, w/ LED Backlight
Intel Core 2 Duo processor P8700 (2.53GHz 1066MHz 3MBL2)
4 GB PC3-8500 DDR3 SDRAM 1067MHz SODIMM Memory (2 DIMM)
ATI Mobility Radeon 3470 with 256MB (switchable graphics - er einnig með integrated Intel kort sem eyðir minna battery)
128 GB Solid State Drive, Serial ATA
CD-RW/DVD-ROM Combo 24X/24X/24X/8X Max, Ultrabay Slim (Serial ATA)
Express Card Slot, Bluetooth, Thinkpad Wifi (BGN)
4 cell battery
Er að runna þetta á Windows 7 Professional 64bit, mjög smooth. Lenovo USA lætur Win 7 fylgja öllum keyptum tölvum frá því í júní á þessu ári. Næ rúmum 3 klst á 4 cellunni sem kom mér svolítið á óvart, en þá er ég líka með brightness túnað aðeins niður og með Intel skjákortið í gangi. Gæti samt eflaust teygt tímann aðeins meira ef ég myndi lækka brightnessið enn meira. Svo er planið að fá sér venjulegan HDD í UltraBay Slim stæðið fyrir gagnageymslu þar sem SSD-inn er bara 128GB, það er mjög einfalt að kippa DVD skrifaranum úr UltraBay stæðinu með einum takka og setja HDD í staðinn.
Ég borgaði 145 þús kr fyrir tölvuna sjálfa og svo greiddi ég að mig minnir cirka 65 þús til ShopUSA, samtals því um 210þús fyrir gripinn. Fylgir 1 árs alþjóðleg ábyrgð sem Nýherji þjónustar. Þetta pöntunarferli tók um mánuð, þ.e.a.s. frá því ég millifærði peninginn til Lenovo í USA og þar til ég fékk tölvuna í hendurnar customizaða eftir mínu höfði.
Ef þú ert að íhuga að fá þér Thinkpad þá mæli ég eindregið með að skoða þessa leið.
Hér er T400 tölva frá Nýherja á tæpan 300þús kall, er samt ekki með SSD, ekki með switchable graphics og ATI korti, ekki með LED skjá og ekki með Win 7 64 bit - bara XP eða Vista 32bita. Nýherjatölvan er hinsvegar með vefmyndavél, 9 cellu battery og 3 ára ábyrgð sem ég er ekki með, samt allt options sem ég sleppti en standa til boða ef maður customizar sjálfur. Ætli þessi Nýherjavél myndi ekki fara vel yfir 300þús kallinn ef það væri SSD í henni...