Síða 1 af 1

CXS vinnsluminni

Sent: Þri 27. Okt 2009 00:55
af intenz
Hvernig eru CXS vinnsluminnin í samanburði við OCZ og Mushkin? Ég hef aldrei heyrt um þennan framleiðanda þannig ég spyr ykkur.

Re: CXS vinnsluminni

Sent: Þri 27. Okt 2009 01:02
af AntiTrust
Mér finnst vera e-r "Medion" fílíngur yfir þessu merki. Hræódýrt og kynnt sem "þýsk gæðavara".

Persónulega myndi ég með glöðu geði borga fyrir OCZ eða annað sbr. merki sem ég þekki vel og treysti.

Re: CXS vinnsluminni

Sent: Mið 28. Okt 2009 22:42
af intenz
Já ég hef aldrei heyrt um þetta merki, en þeir eru með lífstíðarábyrgð. Svo eru þetta einu DDR2 minnin sem Tölvuvirkni eru með. :?

Re: CXS vinnsluminni

Sent: Mið 28. Okt 2009 22:51
af Taxi
intenz skrifaði:Já ég hef aldrei heyrt um þetta merki, en þeir eru með lífstíðarábyrgð?

Ég held hreinlega að allir minnisframleiðendur bjóði "lífstíðarábyrgð" en þú gerir þér grein fyrir því að eftir ábyrgð söluaðila [2 ár] verður þú sjálfur að senda minnin til framleiðanda, framvísa kvittun fyrir kaupunum, greiða sendingakostnaðinn og fylla út 30 eyðublöð dauðans, stundum er líka skylda til að skrá kaupin með serial númeri vörunnar hjá framleiðandanum. :roll:

Re: CXS vinnsluminni

Sent: Mið 28. Okt 2009 23:00
af chaplin
AntiTrust skrifaði:Mér finnst vera e-r "Medion" fílíngur yfir þessu merki. Hræódýrt og kynnt sem "þýsk gæðavara".

Persónulega myndi ég með glöðu geði borga fyrir OCZ eða annað sbr. merki sem ég þekki vel og treysti.

114% sammála.