Síða 1 af 1

Vesen með nýjan WD Green TB

Sent: Mið 14. Okt 2009 19:00
af Joddi
Eftir langan tíma af plássleysi þá loksins ákvað ég að skella mér á einn Western Digital Green Energy 1TB.
En það vill svo skemmtilega til að hann virkar ekki.

Ég er búinn að reyna að finna hann bæði í Disk Management og bios'inum en hann kemur ekki þar upp. Einnig hef ég prófað að skipta um sata snúrur og power tengi.

Síðan prófaði ég að setja hann upp í tölvunni hjá bróður mínum og finnst hann þar og formattið ég þá diskinn. Svo skellti ég disknum aftur í tölvuna og sama vesen og áður.

Tölvan mín:
Örgjörvi: AMD Athlon64 3700+ San Diego
Vinnsluminni: 2x1GB G.Skill CL2.5
Móðurborð: Abit AV8 V2.0
Aflgjafi: 420w
Skjákort: Chaintech GeForce 7900GTX
Hljóðstýring: 7.1 rása surround
(Verið góðir hún er orðin 3 ára)

Núna væri frábært ef þið gætið komið með lausnir á þessu veseni og vinsamlegast ekki hrauna yfir tövluna mína að hún sé of gömul og léleg, hún hefur reynst mér vel. :8)

Re: Vesen með nýjan WD Green TB

Sent: Mið 14. Okt 2009 19:03
af SteiniP
Þú gætir þurft að færa jumperinn á disknum til að hann virki með SATA 1 stýringum.

Re: Vesen með nýjan WD Green TB

Sent: Mið 14. Okt 2009 19:43
af halldorjonz
Ég er akkúrat með sama vandamál, virkar virkar í annarri tölvu, en ekki í þessari sem ég er í núna :?

Re: Vesen með nýjan WD Green TB

Sent: Mið 14. Okt 2009 19:55
af Joddi
Takk SteiniP þetta virkaði.

halldorjonz, það sem ég gerði var að ég setti jumper á 5 og 6 jumper pinna, það er mynd af jumperpinnunum á harða disknum. Það sem þetta gerir er að það breytir disknum úr 3.0GB sataII hraða í 1.5GB SataI. Ástæðan er líklegast sú að móðurborðið styður ekki SataII.