Síða 1 af 1

hvað uppfærir þú oftast?

Sent: Sun 11. Okt 2009 02:12
af sakaxxx
spurningin er hvað er það í þinni tölvu sem þú skiptir oftast um hdd psu cpu ram skjákort?

ég skipti oftast um skjákort í gömlu 4200+ byrjaði ég á 7200gs fór í 8600gs og svo í x1900xt

Re: hvað updeitar þú oftast?

Sent: Sun 11. Okt 2009 02:14
af Glazier
hmm, update-aði ekki beint en ég var mikið í því að bæta við viftum og svo setti ég meira vinnsluminni og fleyrri hdd en skipti aldrei neinu út :)

Re: hvað uppfærir þú oftast?

Sent: Sun 11. Okt 2009 18:51
af Taxi
Aðallega hörðu diskana og skjákortin.

Re: hvað uppfærir þú oftast?

Sent: Sun 11. Okt 2009 19:08
af littli-Jake
ég hef því miður alltaf ( 3 skipti) þurft að endurnýja vélina mína frá grunni :( Ætti samt að geta uppfært þessa vél sem ég er með núna talsvert þegar þörf krefur

Re: hvað uppfærir þú oftast?

Sent: Sun 11. Okt 2009 19:57
af JohnnyX
Oftast uppfæri ég skjákort, minni og hörðu diskana

Re: hvað uppfærir þú oftast?

Sent: Sun 11. Okt 2009 20:11
af Frost
Skjákort og örgjörva

Re: hvað uppfærir þú oftast?

Sent: Sun 11. Okt 2009 20:19
af chaplin
Flest allir "uppfæra" harðadiskana oftast til að fá meira pláss, eru ekkert endilega að leitast eftir betri diskum. Annars uppfæri ég alltaf allt mjög jafnt bara.. að vísu niðurfærði ég mig um daginn og fékk mér E5200 í stað E6420 þar sem hann yfirklukkast betur.. :roll: