Síða 1 af 1

Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Sun 04. Okt 2009 19:28
af Orri
Kvöldið.

Ég er með 1TB Samsung SATA2 disk sem er rúmlega 5 mánaða sem tölvan vill ekki lengur ræsa sig af.
Á föstudaginn fór ég í sumarbústað og slökkti á tölvunni.
Núna áðan þegar ég kom heim þá kveikti ég á tölvunni. Hún var voðalega lengi að fara í gegnum BIOS dæmið og allt það, svo kom Disk Drives: No Drives Detected og svo bara "Run System Repair" eða "Start Windows Normally".
Ég fór í System Repair og þá sagði tölvan að hún gæti ekki lagað vandamálið og bauð mér uppá að fara í System Restore og nokkra aðra möguleika, sem virkuðu ekki. Einnig bauð hún mér uppá að opna CMD.
Svo prófaði ég að velja Start Windows Normally og þá kom Windows is Starting og svo kom BSOD í hálfa sek og slökknaði á tölvunni.

Ég er búinn að prófa að færa HDD í önnur SATA tengi, en þá hvarf bara Sony diskadrifið mitt úr BIOS og sýndi bara HDD.
Búinn að prófa að aftengja tölvuna og slökkva á aflgjafanum. Er einnig búinn að prófa að taka HDD úr rafmagni og láta aftur í rafmagn.
Ekkert virkaði.

BIOS þekkir og sýnir nafnið á HDD.
Er með Windows 7 64Bit 7100.
Móðurborðið heitir Asus P5QL-5.
Ég setti tölvuna saman sjálfur og hefur hún virkað 100% í þessa 5 mánuði sem ég hef átt hana.
Specs í undirskrift.

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Mán 05. Okt 2009 07:27
af Orri
Einhver ?

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Mán 05. Okt 2009 17:20
af Orri
Prófaði að tengja diskinn í aðra tölvu og þá finnur hún bara 100 MB System Reserve í My Computer.
Svo fór ég í Device Manager og þar fann ég diskinn og þar stóð að hann virkar alveg.
Þar næst fór ég í Disk Management og þar kemur þetta svona :
Disk Management.jpg
Disk Management.jpg (209.27 KiB) Skoðað 966 sinnum


Hvað er til ráða ?

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Mán 05. Okt 2009 17:42
af hagur
Líklega hefur eitthvað komið fyrir Partition töfluna á disknum hjá þér. Ég myndi mæla með því að þú sækir forrit sem heitir Partition Table Doctor eða e-ð sambærilegt og prufir að keyra það á vélinni sem diskurinn er í núna. Í forritinu geturðu valið hvaða HDD á að skoða, velur 1TB diskinn og lætur forritið checka á partition töflunni. Þetta forrit á að geta lagað skemmdar partition töflur (Hef ekki prófað það sjálfur samt).

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Mán 05. Okt 2009 18:33
af Krisseh
Passaðu að nota ekki sömu Sata snúru í testinn, lenti í því um dagin að Raid hætti að virka vegna ónýtar sata snúru

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Mán 05. Okt 2009 22:21
af Orri
hagur skrifaði:Líklega hefur eitthvað komið fyrir Partition töfluna á disknum hjá þér. Ég myndi mæla með því að þú sækir forrit sem heitir Partition Table Doctor eða e-ð sambærilegt og prufir að keyra það á vélinni sem diskurinn er í núna. Í forritinu geturðu valið hvaða HDD á að skoða, velur 1TB diskinn og lætur forritið checka á partition töflunni. Þetta forrit á að geta lagað skemmdar partition töflur (Hef ekki prófað það sjálfur samt).


Takk fyrir.

Náði í þetta forrit, og valdi Rebuild áðan klukkan 6. Þá fór hún að gera Searching for Partition og er mjööög lengi að því.
Nú er klukkan orðin 10 og rúmir 2 tímar eftir af þessu.
Öll Partition sem hún er búin að finna eru eitthvað Linux ext3 sem eru 2mb. Finnst það mjööög skrítið þar sem ég hef ekki komið nálægt Linux, og eina stýrikerfi sem hefur verið á þessum disk er Windows 7 64Bit.
Skal setja mynd af forritinu.
PTDD.jpg
PTDD.jpg (213.21 KiB) Skoðað 842 sinnum