Síða 1 af 1

Er skjákortið mitt að klikka eða er vandamálið annarstaðar?

Sent: Fim 01. Okt 2009 07:41
af Danni V8
Ég er með MSI nVidia 9600GT sem ég keypti nýtt í janúar á þessu ári. Þetta kort hefur virkað mjög vel hjá mér þangað til fyrir stuttu.

Það byrjaði á því að ég var að vinna með myndir í photoshop, að nota Polygonal Lasso Tool til að búa til svæði á myndinni með mjög hátt zoom. Þegar ég dróg bendilinn að endanum að myndinni og Photoshop færir myndina til (þeir sem nota PS vita hvað ég meina) þá fór það að gerast að skjárinn varð svartur, ljósið varð appelsínugult eins og ég hefði slökkt á tölvunni, síðan kviknaði aftur á honum og allir fídusar í Windows til að gera það flottara voru ekki til staðar, t.d. transparent gluggar og smooth útlínur á stöfunum. Síðan datt það allt inn eftir smá stund en myndirnar sem ég var að vinna við urðu hvítar þar til ég lokaði svæðinu og bjó til selection, þá sá ég þær aftur. Þetta byrjaði fyrir svona einum til tveimur mánuðum síðan en ég kippti mér ekkert upp við þetta, datt í hug að þetta væru bara árekstrar því ég er að nota PS CS3 32bit í W7 64bit.

Síðan fór ég ég að taka eftir því að ég er að lenda í óvenjulegu laggi í tölvuleikjum, aðallega Left 4 Dead en það er eiginlega eini leikurinn sem ég spila. Ekki svona fps drop lagg heldur frekar svona 1 sec freeze þar sem hljóðið loopar á meðan og þetta er alveg random, stundum gerist þetta oft í röð en stundum einusinni með löngu millibili. Þetta svipaði til vandamálsins þar sem Multicore rendering var enabled á tölvum með 1 nVidia kort en ekki 2, en ég veit að það er ekki vandamálið. Ég prófaði að slökkva á öllum forritum sem keyra í bakgrunn. Vírusvörninni, MSN, Skype og Ventrilo. Ekkert hafði áfrif á þetta.

Núna áðan lenti ég í því versta sem að fékk mig til að halda að skjákortið gæti verið að klikka. Ég var að horfa á bíómynd í fullscreen, ekki að gera neitt annað, þegar allt í einu slökknar svona á skjánum eins og með Photoshop dæmið. Ég vissi hvað var í gangi, þetta virkaði eins og tölvan var að restarta sér upp úr þurru, skjákorts viftan fór á fullt, þegar það kviknaði aftur a skjánum var bara svartur skjár og sama resolution og þegar ég boota tölvunni og eitt blikkandi undirstrik efst í vinstra horninu, en hljóðið úr myndinni hélt áfram í smá stund. Síðan kom Windows bara upp aftur, gluggarnir untransparent og stafirnir unsmooth í nokkrar sekúndur og það var Error á WMP sem í stóð: "Windows Media Player cannot play the video because there is a problem with your video card." Síðan ýtti ég bara á play aftur og spólaði þar sem ég var og hélt áfram eins og ekkert hafði gerst. Þetta virkaði semsagt eins og reboot á skjákortinu einungis.

Ég er með 3 kenningar varðandi hvað gæti verið að klikka:

1. Skjákortið er að klikka (eftir að hafa lesið þetta: viewtopic.php?f=21&t=18595, þetta: viewtopic.php?f=21&t=21796&start=0&st=0&sk=t&sd=a og þetta: http://www.theinquirer.net/inquirer/new ... reportedly).
2. Aflgjafinn er að klikka og sendir ekki alltaf nægt afl í skjákortið, en samkvæmt nVidia síðunni þarf það 400w og þetta er einhver noname 550 eða 520w aflgjafi, man ekki alveg hvort.
3. Móðurborðið er að klikka og missir af og til samband við skjákortið.

Er eitthvað að þessu sem gæti verið mögulegt eða gæti þetta mögulega verið software vandamál? Hef samt ekki settt neitt nýtt upp í tölvuna í langan tíma, örugglega lengra en síðan þetta byrjaði.

Afsaka langan póst, vona að sem flestir nenna að lesa þetta :)

Re: Er skjákortið mitt að klikka eða er vandamálið annarstaðar?

Sent: Fim 01. Okt 2009 22:07
af Taxi
Mér sýnist á þessari (löngu) lýsingu að þetta sé vandamál með driverinn, getur þó verið bilun í kortinu.

Ertu með nýjasta driverinn,hefur þú fylgst með hitanum á skjákortinu, er ryk í skjákortsviftunni. :?:

Re: Er skjákortið mitt að klikka eða er vandamálið annarstaðar?

Sent: Fös 02. Okt 2009 02:35
af Danni V8
Síðasta driver update var 15. júní þangað til í dag, þá var update á driverum. Getur verið að það lagi vandamálið en ég er ekki búinn að lenda í neinu veseni síðan þá allavega.

Vona bara að það er málið [-o<

Re: Er skjákortið mitt að klikka eða er vandamálið annarstaðar?

Sent: Fös 02. Okt 2009 04:03
af stebbi-
Sæll, ég hef séð þetta áður.... ef kortið er í ábyrgð þá er best að þú farir með það og segir þeim að það sé bilað því einn vinur minn fékk sér svona og það var með smá vesen fyrst en hætti svo og virkaði í mánuð og byrjaði svo upp úr þurru með mjög svipuð vesen.
Ég held bara að þetta sé framleiðslu galli í einstaka kortum því þessi kort virka allveg fínt hjá mörgum.

En eins og ég sagði.....ég tel að það séu 90% líkur að þetta sé bara faulty skjákort og ættir að fá annað úr ábyrgð.
Ef..og bara ef það er ekki neitt að kortinu þá er jú líklegt að þetta sé driver conflict.
Best þá að deleta allveg öllu út og dl drivernum í annari vél og færa svo á milli og ath það.
Þessi lausn hefur virkað hjá mér í nokkur skipti.

Gangi þér svo bara vel með þetta ;)