Síða 1 af 1

Er þetta málið?

Sent: Þri 29. Sep 2009 20:49
af Ulli
http://cgi.ebay.com/AMD-Phenom-II-965-A ... %26ps%3D63


hvað finst ykkur?
hvað myndi svona kosta sirka hérna heima ?

Re: Er þetta málið?

Sent: Þri 29. Sep 2009 21:50
af einarhr
Ég er ekki að reyna að vera leiðilegur en ertu búin að skoða heimasíður tölvuverslana á Íslandi? Spuning um að leyta sjálfur áður en að maður biður aðra um að gera það!!! :wink:

Örgjörvi http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=1_5_7&products_id=20524
Vinnsluminni, ekki alveg sama en svipað http://www.tolvutek.is/product_info.php?products_id=19484
Hef ekki fundið móðurborðið til sölu á Íslandi en sá að það kostaði um 200$ til 250$ og giska ég að ca 30 þús hérna á landi.

Þetta kemur til með að kosta þig um 110 þús frá USA en lendir þú í bilunum þá gæti verið erfitt að claima þetta til USA. Fljótlega reiknað kostar þetta þig um 130 þús á Íslandi og myndi ég frekar kaupa þetta hérna heima út af ábyrgð.

Re: Er þetta málið?

Sent: Þri 29. Sep 2009 22:43
af Ulli
ég gæti nú trúað að þetta borð væri nær 50þ kallinum.

Re: Er þetta málið?

Sent: Þri 29. Sep 2009 23:31
af einarhr
Ulli skrifaði:ég gæti nú trúað að þetta borð væri nær 50þ kallinum.

Jafnvel, það fer svosem eftir álagningu verslana á Íslandi. Samt sem áður set ég persónulega alltag spurningarmerki við að kaupa tölvuíhluti í USA bara útaf ábyrgðinni. Ég hef átt nokkur ASUS borð og aldrei lent í bilunum á þeim. Ég vann hjá fyrirtæki sem var að selja ASUS borð og þau áttu til að bila eins og allt annað en ég kanski bara heppinn. [-o<

Klárlega ertu að spara þér pening með því að kaupa þér þetta á Ebay en það er spurning hvað mikla áhættu þú vilt taka.

Spuning að heyra hvað aðrir hafa að segja með kaup á íhlutum frá USA og hvort þeir hafi lent í bilunum og hvernig þeim gekk að fá hlutina bætta.

Re: Er þetta málið?

Sent: Þri 29. Sep 2009 23:35
af Ulli
einarhr skrifaði:Spuning að heyra hvað aðrir hafa að segja með kaup á íhlutum frá USA og hvort þeir hafi lent í bilunum og hvernig þeim gekk að fá hlutina bætta.


það er svona sem maður er að sækjast eftir.

reviews sem þetta borð er að fá eru mjög góð.

Re: Er þetta málið?

Sent: Þri 29. Sep 2009 23:54
af chaplin
Þetta er uþb. 90.000kr pakki, úti. Ert þá eftir að reikna flutningskostnað ofl, myndi sjálfsagt enda í ca. 120k. Bara örgjörvin hérna heima kostar 55k og minnið + 30k, móðurborðið sjálfsagt 30k og er þetta geðveikt móðurborð! 55+30+30 = 115k. Gæti þó verið meira.

Re: Er þetta málið?

Sent: Þri 29. Sep 2009 23:59
af chaplin
Og já gæti verið að þetta sé dálítið yfirverðsett hjá ebay gæjjanum. Á newegg myndi þetta kosta uþb. $50 minna, og það er alls ekki ódýrasta síðan á markaðinum.

Re: Er þetta málið?

Sent: Mið 30. Sep 2009 03:30
af KrissiK
mér líst allveg vel á þetta :)