Síða 1 af 1

Hjálp

Sent: Lau 26. Sep 2009 17:53
af Leviathan
Hæ. System diskurinn í vélinni minni hrundi um daginn svo ég skipti um og setti upp XP á nýja disknum en einhverstaðar í uppsetningunni hefur eitthvað klikkað því þegar ég kom að vélinni var hún alveg dauð. Þegar ég ætlaði svo að reyna aftur startaði ég vélinni en virðist ekkert fá á skjáinn. Er með skjákort en tók það úr og prófaði skjástýringuna í móðurborðinu (Gigabyte eitthvað) en fékk ekkert á skjáinn heldur. Skjárinn er bara með VGA tengi en ég prófaði VGA tengin bæði á skjákortinu og móðurborðinu og svo DVI tengin með VGA>DVI millistykki. Einhverjar hugmyndir um hvað ég gæti gert? Hef bara ekki hugmynd um hvað er í gangi. :P

Re: Hjálp

Sent: Lau 26. Sep 2009 17:57
af Taxi
Það á að vera lýsandi nafn á þræðinum. [-X

Kemur eitthvað á skjáinn í ræsingunni,þegar það á að vera POST screen.

Og hefur þú prufað skjáinn við aðra tölvu, skjáir bila víst líka.