Síða 1 af 1
Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 15:57
af Glazier
Er að leita mér að litlum flakkara (ekki svona sem þarf að tengja í innstungu heldur bara í gegnum USB)
Var að spá í einhverju í líkingu við þetta:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... goryid=813En 5400 rpm er það ekki svoldið lítið ?
Eða er það bara venjulegt fyrir svona flakkara ?
Vil helst ekki fara mikið yfir 17.000 kr.
Endilega bendið mér á eitthvað sniðugt (ekki minna en 250 GB)
Re: Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 16:12
af ZoRzEr
Á svona gæja sem er aðeins eldri og 160gb. Yndislegt græja, ekki slegið feilpúst ennþá.
http://www.att.is/product_info.php?prod ... f56635c8d8Þegar þú kaupir flakkkar sem er bara tengdur með USB ertu ekki að kaupa hraða heldur notkunargildi.
Re: Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 16:23
af JohnnyX
Ég keypti mér svona lítinn gæja vegna þess að ég var mikið á flakki og ég sé ekki eftir því

Re: Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 16:40
af Glazier
En þessi sem ég linkaði á hjá elko ?
Er ekkert varið í hann ?
Re: Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 17:00
af JohnnyX
Persónulega tæki ég flakkarann frá att.is
Re: Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 17:16
af KermitTheFrog
2.5" diskar eru langfelstir 5400RPM. Það eru til 7200RPM fartölvudiskar, en 5400RPM er alveg nóg.
Re: Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 17:55
af Danni V8
Ég er með svona 250gb.
Hef lent í því að í sumum tölvum sendir USB portið ekki nóg rafmagn frá sér til að snúa disknum. Það var þannig í tölvunni minni t.d. alveg þangað til að ég skipti um PSU.
Annað en þetta þá finnst mér þessi græja algjör snilld og get mælt með því að eiga svona! Enginn smá munur að vera laus við rafmagnstengdið.
Re: Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 18:06
af Glazier
Danni V8 skrifaði:Ég er með svona 250gb.
Hef lent í því að í sumum tölvum sendir USB portið ekki nóg rafmagn frá sér til að snúa disknum. Það var þannig í tölvunni minni t.d. alveg þangað til að ég skipti um PSU.
Annað en þetta þá finnst mér þessi græja algjör snilld og get mælt með því að eiga svona! Enginn smá munur að vera laus við rafmagnstengdið.
sko ég er með svona (bara 70GB) og hýsingin er orðin léleg (dottið nokkrum sinnum í gólfið) og núna er það svo slæmt að ég get ekki lengur skoðað það sem er inná honum útaf sambandsleysi
Re: Vantar hjálp við val á flakkara.
Sent: Lau 26. Sep 2009 18:09
af Taxi