Síða 1 af 1

Seagate með nýjan S-ATA III disk

Sent: Þri 22. Sep 2009 12:53
af KermitTheFrog
Seagate hefur kynnt það sem þeir kalla hraðvirkasta borðtölvu harðadiskinn sem er í boði í dag. Diskurinn er staðlaður 3.5 tommu diskur með nýju SATA III tengi sem býður upp á 6Gb á sekúndu flutningshraða sem er helmingi meira en harðir diskar með SATA II tengi sem er staðlað í dag.

Diskurinn er með 64MB flýtiminni sem sér um að flýta les og skrif færslum á diskinn. Þó svo að diskarnir virka eðlilega með móðurborðum sem hafa SATA I eða Sata II tengi. Þá munu einungis móðurborð sem notast við nýja P55 kubbasettið frá Intel hafa fullan stuðning við þessa nýju gerða harða diska og geta nýtt sér þann hraða aukningu sem notast er við í þessum diskum.

Tekið af: http://tolvudoktor.is/index.php/frettir ... ea-diskinn

Koma X58 kubbasettin ekki til með að styðja S-ATA III?

Re: Seagate með nýjan S-ATA III disk

Sent: Þri 22. Sep 2009 12:59
af Gunnar
og hvenær ætli þetta komi út á markaðinn og hvað þetta kosti?