Síða 1 af 1

Fæ ekkert á skjáinn

Sent: Mán 21. Sep 2009 17:25
af starionturbo
Sælir.

Er að smella saman tölvu úr gömlu dóti sem ég á til uppí skáp.

Móðurborð: Gigabyte GA-8IG1000MK rev 1.0
Skjákort: Gigabyte GV-R92128VH rev 1.0
RAM1: Kingston KVR400X64C3A/256
RAM2: Kingston KVR400X64C3A/1G
PSU: Sweex BA00060


Vandamálið er að vélin startar sér, en ekkert kemur á skjáinn.
Það fer allt í gang og ég finn fyrir hitamyndun frá örgjörvanum.

Ég er búinn að prófa bæði skjákortið og innbygða vga-ið í móðurborðinu, einnig búinn að prófa 2 skjái, virka báðir á öðrum vélum.

Hvað er vandamálið hér ? Power supplayið? eða erum við að tala um minnin ?

Re: Fæ ekkert á skjáinn

Sent: Mán 21. Sep 2009 17:28
af AntiTrust
Mæla PSU-inn með PSU tester ef þú hefur slíkann. Prufað að ræsa með bara öðru minninu í í einu. Prufa að taka BIOS batterý úr móðurborðinu í nokkrar mín, aftur í og prufa að ræsa.

Re: Fæ ekkert á skjáinn

Sent: Mán 21. Sep 2009 17:30
af Cikster
Resett CMOS

eða einfaldlega taka batteríið úr móðurborðinu.

Ef það er ekki nóg mundi ég prófa hafa bara einn minniskubb í. Ef hún startar ekki þá mundi ég prófa hinn minniskubbinn og/eða aðra minnisrauf.

Annars væri þetta bara spurning um að heyra pípin frá móðurborðinu og skoða í manualinum hvað það þýðir.

Re: Fæ ekkert á skjáinn

Sent: Mán 21. Sep 2009 17:36
af starionturbo
AntiTrust skrifaði:Mæla PSU-inn með PSU tester ef þú hefur slíkann. Prufað að ræsa með bara öðru minninu í í einu. Prufa að taka BIOS batterý úr móðurborðinu í nokkrar mín, aftur í og prufa að ræsa.


Blessaður hemmi.

Ég er ekki með neinn svokallaðan PSU tester, en ég er með AVO mæli, sem ég gæti bara farið að prófa með.

Ég er búinn að prufa ræsa hvert minni fyrir sig.

Búinn að setja reset flag í bios ( batterí úr og í, 5 mín )

Hvað ætti maður að prufa næst...

Re: Fæ ekkert á skjáinn

Sent: Mán 21. Sep 2009 17:38
af AntiTrust
starionturbo skrifaði:
Blessaður hemmi.

Ég er ekki með neinn svokallaðan PSU tester, en ég er með AVO mæli, sem ég gæti bara farið að prófa með.

Ég er búinn að prufa ræsa hvert minni fyrir sig.

Búinn að setja reset flag í bios ( batterí úr og í, 5 mín )

Hvað ætti maður að prufa næst...


Skipta um móðurborð :wink:

Gæti samt verið að þú þurfir ákveðið BIOS rev. til að ganga með þessum örgjörva, þarf oft að upgrade-a til að fá compatability-ið inn. Prufaðu annan CPU ef þú hefur tök á.

Re: Fæ ekkert á skjáinn

Sent: Mán 21. Sep 2009 17:45
af starionturbo
Móðuborð gefur ekkert píp frá sér.
PSU er nýr.

Móðurborðið gefur meira segja frá sér vga signal en ekkert output.