Síða 1 af 1

Vantar aðstoð við uppfærslu

Sent: Sun 20. Sep 2009 17:34
af Geimskip
Daginn!
Mig vantar aðstoð við uppfærslu á vélinni minni sem hefur verið lítið (ekkert) uppfærð síðan 2003-4 :?
Current specc:
Móðurborð: Gigabyte nVidia-nForce2
Örgjörvi: AMD Athlon 1.24 GHz
Minni: 1 GB DDR (1x512, 2x256)
Skjákort: NVIDIA GeForce FX 5600
Harðir diskar: WDC 75GB (ATA), Seagate 250GB (SATA) og 500GB (SATA)
OS: Windows XP SP3

Þessi hefur þjónustað mér í gegnum árin án kvörtunar. Ég spila ekki lengur leiki en væri til í að hafa það option að henda inn Sims fyrir frúnna :)
Vélin verður mestmegnis notuð í netbrávs, word, photoshop og einhverja myndvinnslu...

Mig vantar aðstoð við að kaupa nýjan turn - það eru um 60 dB í þessari vél og mig langar í hljóðláta vél! 6 USB port eru eiginlega of fá...
Nýtt móðurborð - eitthvað sem kemur til með að verða ekki úrelt á næstu árum
Skjákort - þarf ég betra eða meira en onboard þar sem ég spila ekki leiki? Veit að frúin væri til í að fá Sims inn á vélina

Ég er alveg til í að eyða um 50-70 þúsund í þetta en þar sem þessi virkar ennþá fínt væri ekkert verra að eyða eitthvað minna...
Er eitthvað sem ég er að gleyma?
Takk fyrir hjálpina,
Geimskip

Re: Vantar aðstoð við uppfærslu

Sent: Sun 20. Sep 2009 17:46
af SteiniP
Eitthvað í þessum dúr.

Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:


Þú getur notað hörðu diskana, geisladrif og kassann. Eflaust eru gamlar háværar viftur í honum, en þá geturðu skipt þeim út fyrir hljóðlátari.
Það fer eftir hvaða sims leik þú ert að tala um hvort að onboard skjákortið myndi duga.

Re: Vantar aðstoð við uppfærslu

Sent: Sun 20. Sep 2009 18:14
af Geimskip
Væri hægt að spila nýjasta Sims á þessu? Gæðin þyrftu ekki að vera í botni...

Re: Vantar aðstoð við uppfærslu

Sent: Sun 20. Sep 2009 19:14
af vesley
myndi bæta við skjákorti í þetta til að geta spilað sims eitthvað eins og
http://kisildalur.is/?p=2&id=684
http://kisildalur.is/?p=2&id=930
http://kisildalur.is/?p=2&id=778

Re: Vantar aðstoð við uppfærslu

Sent: Sun 20. Sep 2009 19:37
af mercury
þarf maður ekki líka að hafa þokkalegt skjákort ef maður er í myndvinnslu?? ??

Re: Vantar aðstoð við uppfærslu

Sent: Sun 20. Sep 2009 19:41
af SteiniP
mercury skrifaði:þarf maður ekki líka að hafa þokkalegt skjákort ef maður er í myndvinnslu?? ??

Það reynir mest á örgörvann, nema það sé einhver þrívíddarvinnsla.

Re: Vantar aðstoð við uppfærslu

Sent: Sun 20. Sep 2009 20:04
af dorg
Svona til að koma með einhverja samsetningu.

Móðurborð frá Tölvuvirkni: 10860 Kr

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... ENF6G-GLAN

Örgjörvi:

Tölvuvirkni Socket AM3 - AMD Athlon II X2 240 Regor 2.8GHz 65W Dual-Core 12.860 Kr

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... MD_AM3_240

Þetta er retail pakki þannig að kæling fylgir.

Spennugjafi Tölvutek Inter-Tech SL-500 500W aflgjafi, 120mm mjög hljóðlát vifta 4990 Kr


http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20068

Skjákort Tölvuvirkni:
Skjákort - PCI-E - NVIDIA - Sparkle Geforce 9600GT 512MB GDDR3 16.860 Kr

http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... 9600GT_512

Minni:
Tölvutek:
2 * 2 pöruð 1 gig minni = 4Gig 2*4990 = 9980 Kr

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20161

Þetta gerir
Samtals 55.550 Kr
Gætir sloppið með að keyra á 2 gig í minni sem er sennlega skammlaust og lækkað þetta í 50.560Kr
og þarna ertu neð þokkalegt skjákort inn líka.

Re: Vantar aðstoð við uppfærslu

Sent: Þri 22. Sep 2009 14:18
af Geimskip
Takk fyrir þetta... græja þetta um mánaðarmótin :D