KermitTheFrog skrifaði:Færð meira performance útúr 2x2GB kubbum heldur en 4x1GB.
Smá leiðrétting.
Þetta er voða mismundandi á milli móðurborða hvort það sé meiri hraði úr 2x2 eða 4x1.
Þegar verið er að keyra 4x1 þá er norðurbrúinn undir meiri keyrslu, en hinsvegar ertu þá að nýta alla bandvídd úr öllum minnisraufunum. (Við erum samt að tala um svo hlægilega lítinn performance mun) 4x1 hefur vinningin framyfir 2x2 ef við erum einungis að tala um hraða.
En aftur á móti er miklu meira bögg að keyra 4x1. Ég mæli alltaf með því frekar að keyra 2x2gb, vegna stöðugleika. Ákveðið vesen fylgir að keyra fjóra eins kubba á mörgum borðum og einnig er erfiðara að yfirklukka með því setup, jú nákvæmlega vegna þess að northbridge er undir miklu meira álagi.