Síða 1 af 1

Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 01:11
af Drone
Ég hef verið að leita mér að góðum full hd sjónvarpsflakkara uppá síðkastið og ætla mér að vanda valið, ég hef skoðað held ég alla Full hd flakkara hjá verslunum í bænum og finn bara alls ekki Full hd sjónvarpsflakkara þó þeir séu margir merktir og seldir þannig. Þessir flakkarar nefnilega spila 720P og 1080P video og styðjast við matroska (.mkv) en styðjast aftur á móti ekki við DTS hljóð, sem er á flestum þessum hd myndum.
Það næsta sem ég hef komist er þessi hérna http://tl.is/vara/18830 skv framleiðanda þá hefur hann vélbúnaðarstuðning til þess að downmixa DTS hljóð í Ac3 hljóð en þeir hafa en ekki gefið út firmware uppfærslu sem gerir honum kleift að gera það.

Svo fann ég á netinu að Wd tv live styður dts, en bæði þá er hann ekki kominn á klakan svo ég viti og mig langar í flakkara, as in box með disknum í :) ekki svona mediagate týpu.

Svo ég spyr, veit einhver hvar ég gæti fundið flakkara sem styður DTS hljóð afspilun.

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 01:17
af AntiTrust
Afhverju ekki að eyða þessum pening í fína HTPC vél sem supportar þetta allt?

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 01:48
af Drone
Þetta þarf að vera mjög mobile :) annars myndi ég bara nota htcp vél.
verður flakkað með þetta útí bústað og fram og til baka í fjölskylduni sennilega.

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 07:47
af viddi
Allveg hægt að fá mjög mobile htpc vél

http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=104&products_id=1477

og svo bara mini-ITX borð með atom örgjörva þeir hjá Tölvutækni eru með þetta allt

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 11:04
af Arena77
popcorn flakkarinn spilar DTS :D


http://www.eico.is/?category=96

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 11:13
af AntiTrust
55 fokking þúsund fyrir hýsinguna staka. Þetta er bilun.

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 13:00
af hagur
Arena77 skrifaði:popcorn flakkarinn spilar DTS :D


http://www.eico.is/?category=96


Spilar og ekki spilar ...

Hann decodar það ekki, heldur þarf hann að vera HDMI/optical tengdur við magnara sem styður DTS. Þráðarhöfundur er að leita að flakkara sem getur downmixað og/eða decodað sjálfur DTS hljóðið út í gegnum t.d RCA, svo að hægt sé að tengja hann við venjulegar "fermingargræjur" og fá hljóð output úr skrám sem eru DTS encoded.

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 13:14
af ManiO
hagur skrifaði:
Hann decodar það ekki, heldur þarf hann að vera HDMI/optical tengdur við magnara sem styður DTS. Þráðarhöfundur er að leita að flakkara sem getur downmixað og/eða decodað sjálfur DTS hljóðið út í gegnum t.d RCA, svo að hægt sé að tengja hann við venjulegar "fermingargræjur" og fá hljóð output úr skrám sem eru DTS encoded.


Er til flakkari sem decodar DTS?

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 13:59
af hagur
Ég þekki það ekki ... vandamálið skilst mér að snúist um peninga. Til að mega decoda DTS þarf framleiðandi viðkomandi tækis að borga leyfisgjöld. Ef tækið styður bitstreaming eða passthrough (eins og t.d Popcorn Hour spilarinn) og lætur svo magnarann um að decoda, þá þarf framleiðandi tækisins ekki að spá í þessum leyfisgjöldum.

Þetta er ástæðan fyrir því að það er svo algengt að flakkarar bara sendi DTS áfram út úm SPDIF/HDMI og decode-i ekki sjálfir. Ég veit ekki um neinn flakkara sem gerir þetta.

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 15:59
af Pandemic
Það er einfaldast í heimi að breyta DTS í AC3

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Fim 10. Sep 2009 19:04
af Drone
Já, það er ekkert mál að breyta DTS í AC3 , en ég er að leita mér að afskaplega notendavænni græju, svo fólkið í kringum mig geti notað þetta vandræðalaust, ég nenni ekki að reyna að kenna mömmu minni að demuxa matroska fila :), ég er allveg tilbúinn að borga ágætis pening fyrir góða græju sem gerir þetta vankvæðalaust, ég talaði við mann hjá tölvulistanum í dag sem segir að von sé á Icybox mp305 sem er hd spilari sem styður DTS downmixing.
Ætla að skoða hann þegar hann lendir.

Re: Full Hd sjónvarpsflakkarar - DTS Audio

Sent: Lau 12. Sep 2009 13:00
af start