Síða 1 af 1
NES að utan og 72-pin
Sent: Fim 10. Sep 2009 01:08
af machinehead
Kvöldið
Ég hef verið að pæla að fá mér gamla NES leikjavél. Þá hef ég aðallega horft til eBay.
Mun Ameríska týpan virka hér? Svo hef ég heyrt eitthvað um að skipta yfir í 72-pinna connector, hefur einhver reynslu af þessum hlutum?
Re: NES að utan og 72-pin
Sent: Fim 10. Sep 2009 10:49
af beini
Bandaríska tölvan virkar alveg hérna með réttum ac adapter. Með pinnana þá þarftu í raun ekkert að skipta þeim út nema þeir sem eru nú þegar í tölvunni eru orðnir það lélegir að það er engan veginn hægt að spila leikina...
Re: NES að utan og 72-pin
Sent: Fim 10. Sep 2009 12:19
af machinehead
beini skrifaði:Bandaríska tölvan virkar alveg hérna með réttum ac adapter. Með pinnana þá þarftu í raun ekkert að skipta þeim út nema þeir sem eru nú þegar í tölvunni eru orðnir það lélegir að það er engan veginn hægt að spila leikina...
Er með eina þannig hérna, nánast vonlaust að spila einhverja leiki í henni.
Er þá kannski bara málið að skipta um pinna frekar en að panta nýja vél?
Re: NES að utan og 72-pin
Sent: Fim 10. Sep 2009 12:40
af ManiO
machinehead skrifaði:beini skrifaði:Bandaríska tölvan virkar alveg hérna með réttum ac adapter. Með pinnana þá þarftu í raun ekkert að skipta þeim út nema þeir sem eru nú þegar í tölvunni eru orðnir það lélegir að það er engan veginn hægt að spila leikina...
Er með eina þannig hérna, nánast vonlaust að spila einhverja leiki í henni.
Er þá kannski bara málið að skipta um pinna frekar en að panta nýja vél?
Myndi alla vega ekki skaða að reyna fyrst hún er nánast ónothæf.
Re: NES að utan og 72-pin
Sent: Fim 10. Sep 2009 14:18
af beini
Hefurðu prufað að þrífa dótið?
Re: NES að utan og 72-pin
Sent: Fim 10. Sep 2009 17:12
af machinehead
beini skrifaði:Hefurðu prufað að þrífa dótið?
Nei, hef bara prufað gömlu húsráðin, blása á leikina, vélina og allt það.
Hvernig ætti ég þá annars að þrífa þetta?