Síða 1 af 1

Bilað lyklaborð

Sent: Fös 04. Sep 2009 23:22
af jamibaba
sullaði vatni á logitech G15 lyklaborð og macro og media takkarnir eru einu sem virka.

veit einhver um gott og ódýrt verkstæði sem er helst opið á morgun

Re: Bilað lyklaborð

Sent: Lau 05. Sep 2009 00:03
af Gúrú
jamibaba skrifaði:sullaði vatni á logitech G15 lyklaborð og macro og media takkarnir eru einu sem virka.

veit einhver um gott og ódýrt verkstæði sem er helst opið á morgun


Láttu það þorna?
Sullaði Kristal plús, pepsi max, mjólk og kóki óendanlega oft á mitt og það var í fullu fjöri þar til nýlega... vatn ætti að gera fátt slæmt.

Re: Bilað lyklaborð

Sent: Lau 05. Sep 2009 00:13
af SteiniP
Gúrú skrifaði:Sullaði Kristal plús, pepsi max, mjólk og kóki óendanlega oft á mitt og það var í fullu fjöri þar til nýlega...

Drykkjuvandamál?

jamibaba skrifaði:sullaði vatni á logitech G15 lyklaborð og macro og media takkarnir eru einu sem virka.

veit einhver um gott og ódýrt verkstæði sem er helst opið á morgun

Skelltu því bara á ofninn í nótt og það ætti að vera fine á morgun.

Re: Bilað lyklaborð

Sent: Lau 05. Sep 2009 00:15
af Frost
Þurrkarann :P

Re: Bilað lyklaborð

Sent: Lau 05. Sep 2009 00:27
af Victordp
er ekki hægt að taka takkana af :?

Re: Bilað lyklaborð

Sent: Lau 05. Sep 2009 00:28
af AntiTrust
Jú, það er hægt. Ég reif mitt í spað þegar félagi minn hellti yfir það vatni, smellti því á ofn yfir nótt og aftur saman og í gang daginn eftir, svínvirkaði.

Þetta þarf bara að fá að þorna, vatn skemmir sjaldan svona einföld raftæki.