Síða 1 af 1

Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Fös 04. Sep 2009 20:00
af SteiniP
Ég er hérna með gamla medion tölvu. Ætlaði að taka kælinguna af örranum og rykhreinsa hana.
Losaði heatsinkið og ætlaði að toga það af. Það var frekar fast, þannig ég hélt að það væri bara gamalt kælikrem sem væri harðnað þarna á milli. Þannig ég togaði með smá afli.
Viti menn, kemur ekki örinn með úr sökklinum.

Þá er hann fastur við heatsinkið með einhverju svörtu epoxy lími og ekki nokkur leið að losa hann. :x

Hvað er best að nota til að hreinsa þetta drasl af?
Það sterkasta sem ég á hérna er isopropanol, en veit ekki hversu sniðugt það væri að sulla því yfir þetta :S

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Fös 04. Sep 2009 20:05
af chaplin
Gríptu hárblásara eða hitabyssu og láttu vera á þessu í smá stund, ca 2 min, þanga til þetta er frekar mjög heitt, ef þetta losnar ekki, athugaðu þá með mjóum hluti hvort þetta lím sé enþá grjóthart, ef það er hart þá verðuru að nota eitthver efni, ef það er farið að lina, þá bara hita meira. Þegar ég hreinsa af örgjörvanum mínum eða skjákortinu (taka gamla kælikremið af) þá nota ég spritt, held að isopropanol gæti gert of mikið..

Haha, annars hef ég aldrei heyrt um að fólk sé að reyna losa sig við heatsinkið og plöggað örgjörvan með haha.

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Fös 04. Sep 2009 20:21
af SteiniP
daanielin skrifaði:Gríptu hárblásara eða hitabyssu og láttu vera á þessu í smá stund, ca 2 min, þanga til þetta er frekar mjög heitt, ef þetta losnar ekki, athugaðu þá með mjóum hluti hvort þetta lím sé enþá grjóthart, ef það er hart þá verðuru að nota eitthver efni, ef það er farið að lina, þá bara hita meira. Þegar ég hreinsa af örgjörvanum mínum eða skjákortinu (taka gamla kælikremið af) þá nota ég spritt, held að isopropanol gæti gert of mikið..

Takk fyrir þetta, prufa að hita þetta og sé hvernig gengur.

Ég nota venjulega isopropanol til að hreinsa kælikrem af kæliplötunni á örranum, því það gufar allt upp. En ég veit ekki hvort það er safe að setja það á örgjörvann sjálfan.
+ að þetta lím er eins og steypa. Efast um að venjulegt spritt hafi eitthvað að segja.

daanielin skrifaði:Haha, annars hef ég aldrei heyrt um að fólk sé að reyna losa sig við heatsinkið og plöggað örgjörvan með haha.

Ég hef heldur aldrei heyrt um þetta.
Skil ekki hvernig það getur talist góð hugmynd að líma kælinguna við örgjörvan...

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Fös 04. Sep 2009 20:26
af AntiTrust
Allt í góðu að nota ísóprópanól á CPU-inn sjálfann.

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Fös 04. Sep 2009 22:09
af SteiniP
Ég er núna búinn að bleyta hann upp úr isopropanol, asetoni og blása á hann heillengi með hárþurrku en hann er ennþá pikkfastur.
Það leysist aðeins upp límið í kringum örrann, en ég kemst ekkert undir hann.
Næst er það logsuðutækið :twisted:

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Fös 04. Sep 2009 23:36
af Molfo
Sæll..

Einhversstaðar las ég það að það virkaði að henda dótinu í frystinn!! :O

Gætir prufað það.

Kv.

Molfo

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Fös 04. Sep 2009 23:51
af SteiniP
Molfo skrifaði:Sæll..

Einhversstaðar las ég það að það virkaði að henda dótinu í frystinn!! :O

Gætir prufað það.

Kv.

Molfo

Já... gæti virkað...
En ætli ég þurfi ekki að úrskurða þennan örgjörva látinn. :(
Tókst að brjóta einn pinna og beygla nokkra í hamagangnum.

Ætla samt að prófa að frysta hann, bara upp á fönnið...

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Lau 05. Sep 2009 00:15
af AntiTrust
SteiniP skrifaði:
Molfo skrifaði:Sæll..

Einhversstaðar las ég það að það virkaði að henda dótinu í frystinn!! :O

Gætir prufað það.

Kv.

Molfo

Já... gæti virkað...
En ætli ég þurfi ekki að úrskurða þennan örgjörva látinn. :(
Tókst að brjóta einn pinna og beygla nokkra í hamagangnum.

Ætla samt að prófa að frysta hann, bara upp á fönnið...



Þú verður þá að taka á þessu þegar þetta er sem kaldast, þú ert basicly að reyna að brjóta límið.

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Sun 06. Sep 2009 10:31
af lukkuláki
Jahérna þetta á að vera kælikrem en ekki kæliLÍM !
Verður bara að reyna að losa þetta frá með skrúfjárni ef þú ert ekki búinn að þessu
reyndu bara að komast sem næst miðjunni þá eru minni líkur á að brjóta hann

Re: Hreinsa kælilím af örgjörva.

Sent: Sun 06. Sep 2009 12:53
af SteiniP
Ég náði þessu, setti hann í frystinn í klukkutíma og negldi svo skrúfjarni undir hann.
Þá veit maður það.
En örrinn er dáinn :cry:
Sem betur fer bara gamall socket 478 kubbur.

Ég vissi nú að medion væru spes tölvur, en ekki að þeir sem settur þær saman væru vangefnir... :roll: