Síða 1 af 1

Vantar hjálp við tölvukaup

Sent: Fim 03. Sep 2009 15:51
af Ásmundur78
Ég er ekki mikið inní þessum tölvum og því leita ég til ykkar enda flest allir sennilega mun klárari en ég í þessu, en málið er að tölvan mín skemmdist og því þarf ég að leita mér að annari borðtölvu en veit ekkert hvert ég á að leita.
Ég get eytt svona 150-170 þús í tölvuna og allar upplýsingar vel þegnar.

Re: Vantar hjálp við tölvukaup

Sent: Fim 03. Sep 2009 16:48
af Ásmundur78
Er eitthvað varið í þessa hérna http://www.kisildalur.is/?p=2&id=486 ????

eða þessa hérna sem kosta 99.000
http://www.att.is/product_info.php?prod ... 8640d71e55

Re: Vantar hjálp við tölvukaup

Sent: Fim 03. Sep 2009 17:37
af °°gummi°°
Já, ég er einmitt í svipuðum pælingum.

Reyndar kem ég til með að kaupa hana í pörtum og púsla saman.

Það sem ég er mest að hugsa um er að hún sé með i7 örgjörva og DDR3 triple channel vinnsluminni.
Það er erfitt að púsla saman i7 vél fyrir 150þ en það er samt alveg hægt ef maður sparar t.d. í skjákortinu.