Að setja inn nýtt vinnsluminni.
Sent: Fim 27. Ágú 2009 12:40
Þannig er mál með vexti að ég keypti mér notað vinnsluminni í gær, 2 stk Corsair 512mb DDR400. Fyrir er ég með 2 stk Samsung 512mb DDR400. Ég setti minnin í í gærkveldi og kveikti á tölvunni og allt gekk vel. Ég fór því næst í PC Wizard og sá að ég var kominn með 2048mm vinnsluminni og tölvan virkaði fínt. Þegar ég rann yfir upplýsingarnar í PC Wizard um minnin þá tók ég eftir því að t.d. eftirfarandi svæði var ekki það sama á samsung minnunum og corsair minnunum:
CAS Latency (tCL) : 2.5 clocks @166 MHz, 3 clocks @200 MHz
RAS to CAS (tRCD) : 3 clocks @166 MHz, 3 clocks @200 MHz
RAS Precharge (tRP) : 3 clocks @166 MHz, 3 clocks @200 MHz
Cycle Time (tRAS) : 7 clocks @166 MHz, 8 clocks @200 MHz
Mig minnir að það hafi staðið 2,2,2,8 í Corsair minnunum. Ástæðan fyrir því að ég spyr er að áðan var ég að kveikja á tölvunni og það kom ekkert á skjáinn og ég heyrði að hún keyrði sig ekki. Ég opnaði því tölvuna og tók Corsair minnin út og þá kveiknaði á henni.
Spurningin er því kannski: Þarf að gera einhverjar stillingar þegar ný minni eru sett saman við gömul í tölvum? Maður les oft á þessari síðu að menn eru að tala um klukkun, ég veit ekki hvað það þýðir einu sinni.
P.s. Ég setti Ballistix vinnsluminni í gamla tölvu hjá vini mínum um daginn. Tók gömlu alveg út og henti. Það kveiknaði fínt á tölvunni og degi síðar hringdi hann í mig og þá var allt í rugli. Geta vitlaust vinnsluminni eyðilagt eitthvað út frá sér?????????????
Kv.
CAS Latency (tCL) : 2.5 clocks @166 MHz, 3 clocks @200 MHz
RAS to CAS (tRCD) : 3 clocks @166 MHz, 3 clocks @200 MHz
RAS Precharge (tRP) : 3 clocks @166 MHz, 3 clocks @200 MHz
Cycle Time (tRAS) : 7 clocks @166 MHz, 8 clocks @200 MHz
Mig minnir að það hafi staðið 2,2,2,8 í Corsair minnunum. Ástæðan fyrir því að ég spyr er að áðan var ég að kveikja á tölvunni og það kom ekkert á skjáinn og ég heyrði að hún keyrði sig ekki. Ég opnaði því tölvuna og tók Corsair minnin út og þá kveiknaði á henni.
Spurningin er því kannski: Þarf að gera einhverjar stillingar þegar ný minni eru sett saman við gömul í tölvum? Maður les oft á þessari síðu að menn eru að tala um klukkun, ég veit ekki hvað það þýðir einu sinni.
P.s. Ég setti Ballistix vinnsluminni í gamla tölvu hjá vini mínum um daginn. Tók gömlu alveg út og henti. Það kveiknaði fínt á tölvunni og degi síðar hringdi hann í mig og þá var allt í rugli. Geta vitlaust vinnsluminni eyðilagt eitthvað út frá sér?????????????
Kv.