Síða 1 af 1

Rafmagnsklær með Macbook?

Sent: Fös 21. Ágú 2009 20:40
af coldcut
Er búinn að leita að rétta staðnum fyrir þennan þráð og það verður þá bara að færa þetta ef þetta er vitlaust.

Þannig er mál með vexti að ég lét flytja til landsins Macbook sem er keypti í Bandaríkjunum. Það sem ég var að spá með hana er hvort að spennubreytirinn sem fylgir með virki ekki í íslenskt rafmagn ef ég kaupi bara breytistykki fyrir klónna eða plugga "jarðtengissnúru" með íslenskri kló í spennubreytinn.

Vonast eftir snörpum svörum því ég var að kaupa mína fyrstu Mac og er orðinn spenntur að fíra upp í kvikindinu.

Með fyrifram þökk,
coldcut

Re: Rafmagnsklær með Macbook?

Sent: Fös 21. Ágú 2009 20:55
af Opes
Virkar.

Re: Rafmagnsklær með Macbook?

Sent: Fös 21. Ágú 2009 20:59
af coldcut
Takk fyrir þetta snarpa svar ;)
En ert þú með klóar-breytistykki eða reddaðirðu þér íslenskri "jarðtengingarsnúru" ?

Re: Rafmagnsklær með Macbook?

Sent: Fös 21. Ágú 2009 23:09
af Opes
coldcut skrifaði:Takk fyrir þetta snarpa svar ;)
En ert þú með klóar-breytistykki eða reddaðirðu þér íslenskri "jarðtengingarsnúru" ?


Ég er með íslenska tölvu, og þar af leiðandi með stykki frá Apple. Þarft bara breytistykki, straumbreytirinn tekur 110-220v.

Re: Rafmagnsklær með Macbook?

Sent: Fös 21. Ágú 2009 23:12
af Kristján Gerhard
Þú getur líka farið í BYKO/húsasmiðjuna og keypt shuko kló og sett hana í staðinn fyrir kanaklóna. Apple á laugaveginum hafa stundum líka átt þessi skott til.