Gott þráðl. lyklaborð & mús?
Sent: Fim 20. Ágú 2009 10:54
Mig vantar smá aðstoð við að velja þráðlaust lyklaborð og mús.
Við erum með tvo fundarsali hérna í vinnunni og þurfum á þráðlausu lyklaborði og mús að halda. Ekki er hægt að vera með tölvuna á fundarborðinu og snúru lyklaborð og mýs ganga því ekki þar sem þessar snúrur eru alltaf svo stuttar og ekki er hægt að vera með snúrur út um allt sem fólk er stanslaust að fella sig á.
Núna erum við með þetta, Lyklaborð+mús Logitech EX110 Þráðlaust, en það bara virkar aldrei þegar það þarf að nota þetta. Ég er alltaf að skipta um rafhlöður og athuga hvort þetta virki ekki allt fyrir næsta fund. Jú það virkar þegar ég prófa en svo þegar kemur að fundinum, þá virkar ekkert! Næstum eins og þetta sé eitthvað slæmt karma fyrir mig þar sem ég kem mjög illa út sem umsjónarmaður þessa drasls sem aldrei virkar!
Ég er því að leita að einhverju nýju sem er áreiðanlegt og virkar. Getið þið mælt með einhverju?
(við erum með Apple tölvur sem keyra á Windows XP)
Við erum með tvo fundarsali hérna í vinnunni og þurfum á þráðlausu lyklaborði og mús að halda. Ekki er hægt að vera með tölvuna á fundarborðinu og snúru lyklaborð og mýs ganga því ekki þar sem þessar snúrur eru alltaf svo stuttar og ekki er hægt að vera með snúrur út um allt sem fólk er stanslaust að fella sig á.
Núna erum við með þetta, Lyklaborð+mús Logitech EX110 Þráðlaust, en það bara virkar aldrei þegar það þarf að nota þetta. Ég er alltaf að skipta um rafhlöður og athuga hvort þetta virki ekki allt fyrir næsta fund. Jú það virkar þegar ég prófa en svo þegar kemur að fundinum, þá virkar ekkert! Næstum eins og þetta sé eitthvað slæmt karma fyrir mig þar sem ég kem mjög illa út sem umsjónarmaður þessa drasls sem aldrei virkar!
Ég er því að leita að einhverju nýju sem er áreiðanlegt og virkar. Getið þið mælt með einhverju?
(við erum með Apple tölvur sem keyra á Windows XP)