Síða 1 af 1
Samsung 710n
Sent: Fim 23. Júl 2009 16:39
af Victordp
Sælir.
Ég á Samsung skjá sem er með VGA tengi og ég á sjónvarpsflakkara sem er með DVI tengi (sjá mynd) hvað VGA - DVI tengi þarf ég að kaupa til að geta horft á Flakkaran í Skjánum?

Re: Samsung 710n
Sent: Fim 23. Júl 2009 16:59
af Gúrú
Uhm... VGA Í DVI tengi eða DVI í VGA tengi...
En það kæmi þá ekki hljóð í hátölurum skjásins nema að þú tengir þá snúru við flakkarann líka eða hátalara.
Re: Samsung 710n
Sent: Fös 24. Júl 2009 15:27
af Halli25
Hljóð í gegnum DVI?
Þarft alltaf að vera með aukasnúru fyrir hljóðið. Eina skiptin sem ég hef heyrt um hljóð í gegnum DVI er MIX með HDMI converter sem virkar á bara einstaka skjákortum. Veit fyrir víst að TVIX flakkarar flytja ekki hljóð yfir dvi tengið

Re: Samsung 710n
Sent: Fös 24. Júl 2009 15:36
af Alfa
Sýnist þetta vera TViX M-4000. Hann ber ekki hljóð í gegnum DVI. Þú verður að tengja Component eða Composite tengin til að koma þessu í sjónvarp. t.d. svarta fyrir mynd, rauða og hvíta fyrir left og right sound.
Getur sennilegan notað DVI fyrir mynd og Component eða Optical tengið fyrir hljóð, það væru betri gæði.
Re: Samsung 710n
Sent: Fös 24. Júl 2009 16:28
af Victordp
ok
Re: Samsung 710n
Sent: Fös 24. Júl 2009 17:55
af Matti21
Reikna passlega með því að DVI tengið á þessum flakkara sendi út digital merki sem þýðir að VGA í DVI kapall mun ekki duga.
DVI skiptist í DVI-D(digital) og DVI-A(analog). Getur ekki breytt digital merki í analog nema með einhverjum utanáliggjandi búnað og get lofað þér því að skjárinn tekur ekki við digital merki fyrst hann er bara með VGA tengi.
Ef þú villt tengja þetta við tölvuskjá þá mundi ég reyna Component (RGB) kapal í VGA. Hef séð svoleiðis kapal einstaka sinnum hjá tölvulistanum en ættir líka að geta fengið hann í íhlutum eða miðbæjarradíó.
Færð samt sem áður ekki hljóð með þannig kapal. Verður að tengja RCA (rauða og hvíta) tengin í einhverja hátalara.