Pósturaf Matti21 » Fös 24. Júl 2009 17:55
Reikna passlega með því að DVI tengið á þessum flakkara sendi út digital merki sem þýðir að VGA í DVI kapall mun ekki duga.
DVI skiptist í DVI-D(digital) og DVI-A(analog). Getur ekki breytt digital merki í analog nema með einhverjum utanáliggjandi búnað og get lofað þér því að skjárinn tekur ekki við digital merki fyrst hann er bara með VGA tengi.
Ef þú villt tengja þetta við tölvuskjá þá mundi ég reyna Component (RGB) kapal í VGA. Hef séð svoleiðis kapal einstaka sinnum hjá tölvulistanum en ættir líka að geta fengið hann í íhlutum eða miðbæjarradíó.
Færð samt sem áður ekki hljóð með þannig kapal. Verður að tengja RCA (rauða og hvíta) tengin í einhverja hátalara.
-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010