Síða 1 af 1

ATI 4850 X2 ?

Sent: Mið 22. Júl 2009 16:43
af armann
Er enginn hérna heima að selja þetta kort ?

Býsna magnað stykki, munar bara nokkrum fps á því og 4870 X2.

http://www.youtube.com/watch?v=NVbMgJP34Zs

Kostar einungis 27 þúsund í Usa, leiðinlegt að vera stundum fastur á þessum klaka.

Re: ATI 4850 X2 ?

Sent: Þri 28. Júl 2009 00:47
af Selurinn
Hehe, ég get mögulega fengið einhvern til að panta nokkur stykki á lager af þessu.

HD4830 kortið var ekkert pantað fyrr en ég bað sérstaklega um það í einni verslun. Þeir einfaldlega bara vissu ekki af þessu korti.

Re: ATI 4850 X2 ?

Sent: Þri 28. Júl 2009 10:24
af Gunnar
hvað myndi svona skrímsli kosta?

Re: ATI 4850 X2 ?

Sent: Þri 28. Júl 2009 12:10
af emmi
Myndi giska á svona 50-55k komið heim miðað við að kortið kosti $260 og $50 í sendingarkostnað. Væri til í að fá að vita hversu mikill hávaði kemur frá þessu korti. :)

Re: ATI 4850 X2 ?

Sent: Þri 28. Júl 2009 15:26
af armann
Selurinn skrifaði:Hehe, ég get mögulega fengið einhvern til að panta nokkur stykki á lager af þessu.

HD4830 kortið var ekkert pantað fyrr en ég bað sérstaklega um það í einni verslun. Þeir einfaldlega bara vissu ekki af þessu korti.
+

Mætti halda að það séu bara aular sem reka þessar búðir hérna heima.

Eitt aðal kortið sem munar bara nokkrum fps á 4870X2....

Ekki meiri hávaði í því en GTX 275 með tveimur viftum...

Re: ATI 4850 X2 ?

Sent: Fös 14. Ágú 2009 19:29
af Hnykill
já það er skrítið hvað sum kort eru hreinlega hundsuð af söluaðilum hér á klakanum. ATI 4850 X2 er ekki dýrt kort en með rosalega gott performance miðað við verð. flestar tölvuverslanir hugsa eflaust.. "ahh.. ef við bjóðum þetta kort með meiri afköst og á lægra verði þá seljast hin ekki neitt." og flestar þessara tölvuverslana eiga ATI 4850/4870 og Geforce 9600 GT á lager og eru ekkert að kaupa annað kort sem minnkar sölu þeirra.. því miður, því ATI 4850 er magnað kort.

Re: ATI 4850 X2 ?

Sent: Lau 15. Ágú 2009 17:16
af Selurinn
Sælir,

Þeir geta pantað svona kort handa ykkur í Tölvutek.
54.900 kr.- Sapphire 2GB útgáfan.

Kveðja.....