Síða 1 af 1

Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 18:06
af bingo
Áðan þegar ég kveikti á tölvunni þá birtist annar harði diskurinn ekki og ég finn hann hvergi!
Ég sé hann ekkki í Disk Management og ekki í bios heldur. Veit einhver hvað gæti verið að?
Diskurinn er stút fullur af bíómyndum og tónlist og ég vill alls ekki tapa gögnunum á honum :/

Re: Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 18:19
af lukkuláki
Það sem getur verið að er að diskurinn getur verið ónýtur og það er ekkert ólíklegt
Nákvæmlega þess vegna tekur maður BACKUP !

Re: Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 19:10
af KermitTheFrog
Fer hann í gang? Heyrirðu í honum? Finnuðru titring í honum? Hitnar hann?

Ef ekki þá er hann sennilega ónýtur. Getur þó alltaf reynt að finna einhvern með nákvæmlega eins disk og swappa prentplötum og sjá hvort það virki.

Re: Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 19:14
af bingo
KermitTheFrog skrifaði:Fer hann í gang? Heyrirðu í honum? Finnuðru titring í honum? Hitnar hann?

Ef ekki þá er hann sennilega ónýtur. Getur þó alltaf reynt að finna einhvern með nákvæmlega eins disk og swappa prentplötum og sjá hvort það virki.

Hann er í gangi, já.
Prentplötunum?

Re: Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 19:14
af Sera
bingo skrifaði:Áðan þegar ég kveikti á tölvunni þá birtist annar harði diskurinn ekki og ég finn hann hvergi!
Ég sé hann ekkki í Disk Management og ekki í bios heldur. Veit einhver hvað gæti verið að?
Diskurinn er stút fullur af bíómyndum og tónlist og ég vill alls ekki tapa gögnunum á honum :/


Farðu yfir kaplana,fer diskurinn i gang?

Re: Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 19:15
af bingo
Sera skrifaði:
bingo skrifaði:Áðan þegar ég kveikti á tölvunni þá birtist annar harði diskurinn ekki og ég finn hann hvergi!
Ég sé hann ekkki í Disk Management og ekki í bios heldur. Veit einhver hvað gæti verið að?
Diskurinn er stút fullur af bíómyndum og tónlist og ég vill alls ekki tapa gögnunum á honum :/


Farðu yfir kaplana,fer diskurinn i gang?

Búinn og já diskurinn er í gangi!

Re: Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 19:38
af Sera
[/quote]
Búinn og já diskurinn er í gangi![/quote]

Ertu búinn að láta windows skanna í Disk management ? Rescan disks?
Stundum þarf að breyta um bókstaf fyrir diskinn, change drive letter...

Einhverjar breytingar sem þú gerðir áður en þetta gerðist ?

Re: Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 20:02
af bingo
Búinn að prufa Rescan disks, kemur ekkert!
Ég get náttla ekki breitt um staf þegar ég sé diskinn ekki einu sinni í disks management, eða er það?
Hef ekkert verið að gera neitt í tölvunni, meira segja hef ég voðalega lítið verið í henni síðustu daga!

Re: Harði diskurinn hvarf!

Sent: Lau 11. Júl 2009 20:17
af Minuz1
bingo skrifaði:Búinn að prufa Rescan disks, kemur ekkert!
Ég get náttla ekki breitt um staf þegar ég sé diskinn ekki einu sinni í disks management, eða er það?
Hef ekkert verið að gera neitt í tölvunni, meira segja hef ég voðalega lítið verið í henni síðustu daga!


Ath bios...kemur diskurinn upp þegar þú ræsir tölvuna?
Kemur athugasemt í event viewer?