Síða 1 af 1

Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...

Sent: Fim 25. Jún 2009 22:03
af DoofuZ
Félagi minn er með MSI K9AG NEO2-Digital móðurborð sem er með innbyggt skjákort en svo er hann með annað skjákort sem hann vill nota og hann er búinn að prófa að setja það í, slökkva á tölvunni, tengja skjáinn við auka kortið og kveikja svo aftur á tölvunni en þá kemur bara svart á skjáinn :| Ég prófaði að googla vandamálið en fann ekkert, prófaði líka að skoða FAQ á síðu framleiðandans og manualið en ekkert þar heldur :roll: Og það er alveg í lagi með skjákortið, amk. var ég sjálfur búinn að prófa það í annari tölvu áður, svo var hann líka með þetta skjákort í gömlu tölvunni sinni. Það eina sem mér dettur í hug er að það þurfi bara að breyta einhverri stillingu í bios en hvaða stillingu? Einhver sem hefur lent í því sama?

Re: Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...

Sent: Fim 25. Jún 2009 22:06
af SteiniP
Það þarf að disablea innbyggða skjákortið í BIOS og setja primary gpu (eða eitthvað svoleiðis) á PCI express.
Örugglega einhverstaðar undir Chipset settings
Byrjaðu samt á að uninstalla drivernum fyrir innbyggða kortið og uninstalla því device manager.

Re: Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...

Sent: Fim 25. Jún 2009 22:11
af Nariur
er það ekki bara að innbyggða kortið er enn virkt?

bara tengja í innbyggða kortið, device mananger og deactivate

Re: Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...

Sent: Fim 25. Jún 2009 22:16
af omare90
ég lenti i þessu , þarft bara að fara i bios og disable onboard graphics controller or sum

Re: Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...

Sent: Mið 01. Júl 2009 22:13
af DoofuZ
Jamm, félagi minn gerði það og þetta reddaðist ;)

Re: Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...

Sent: Mið 01. Júl 2009 23:24
af biturk
ég lenti í því að ég fékk bara svart á sk´jainn þegar ég kveikti á tölvunni


ég fór með móðurborðið heim í sveit og lét vaða 3 gæsahaglaskot í það, fékk mér annað og vandamálið er leyst :)

Re: Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...

Sent: Fim 02. Júl 2009 01:41
af jonsig
Hardware conflict ....

Re: Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...

Sent: Fim 02. Júl 2009 02:22
af Gúrú
jonsig skrifaði:Hardware conflict ....


Nei? BIOS/Device Manager stilling og hann var búinn að segja það?

Mynd