Vandamál með auka skjákort og innbyggt skjákort...
Sent: Fim 25. Jún 2009 22:03
Félagi minn er með MSI K9AG NEO2-Digital móðurborð sem er með innbyggt skjákort en svo er hann með annað skjákort sem hann vill nota og hann er búinn að prófa að setja það í, slökkva á tölvunni, tengja skjáinn við auka kortið og kveikja svo aftur á tölvunni en þá kemur bara svart á skjáinn
Ég prófaði að googla vandamálið en fann ekkert, prófaði líka að skoða FAQ á síðu framleiðandans og manualið en ekkert þar heldur
Og það er alveg í lagi með skjákortið, amk. var ég sjálfur búinn að prófa það í annari tölvu áður, svo var hann líka með þetta skjákort í gömlu tölvunni sinni. Það eina sem mér dettur í hug er að það þurfi bara að breyta einhverri stillingu í bios en hvaða stillingu? Einhver sem hefur lent í því sama?
