Hávært skjákort
Sent: Þri 09. Jún 2009 22:29
Sælir.
Var að kaupa mér nýja tölvu í þessum mánuði sem ég setti saman sjálfur. Allt virkar og setti ég Windows 7 64Bit á vélina.
Áður en ég keypti þessa tölvu var ég með iMac, sem var gjörsamlega hljóðlaus. En hinsvegar þá er nýja tölvan dálítið hávær, þótt ég sé ekki að vinna neitt í henni (MSN og Firefox).
Þannig ég opnaði kassann og stillti vifturnar sem eru á kassanum á Low, það gerði lítið, svo fór ég að hlusta á örgjörva viftuna (Retail viftan frá Intel) en það var ekki hún sem var að skapa mesta hávaðann, heldur var það skjákortið (Gigabyte HD 4870).
Nú þá fór ég á netið og leitaði að lausnum, og þar las ég að maður gat stillt "Fan Speed" í ATI Catalyst Control Center. Ég prufaði að hækka og lækka í forritinu, en hraðinn á viftunni breyttist ekkert. Svo leitaði ég betur og fann að forrit sem heitir ATI Tools gæti stillt þetta. Ég náði í það og fékk villuskilaboð um að 'driver'-inn frá forritinu virkaði ekki.
Mér finnst alltílagi að hafa þessi "læti" þegar ég er að spila tölvuleik eða horfa á bíómynd, en þetta er óþolandi ef ég er að niðurhala löglegum tölvuleikjum eða bíómyndum (
) á næturnar.
Veit einhver hvað er hægt að gera í þessu ?
Fyrirfram þakkir,
Orri
Var að kaupa mér nýja tölvu í þessum mánuði sem ég setti saman sjálfur. Allt virkar og setti ég Windows 7 64Bit á vélina.
Áður en ég keypti þessa tölvu var ég með iMac, sem var gjörsamlega hljóðlaus. En hinsvegar þá er nýja tölvan dálítið hávær, þótt ég sé ekki að vinna neitt í henni (MSN og Firefox).
Þannig ég opnaði kassann og stillti vifturnar sem eru á kassanum á Low, það gerði lítið, svo fór ég að hlusta á örgjörva viftuna (Retail viftan frá Intel) en það var ekki hún sem var að skapa mesta hávaðann, heldur var það skjákortið (Gigabyte HD 4870).
Nú þá fór ég á netið og leitaði að lausnum, og þar las ég að maður gat stillt "Fan Speed" í ATI Catalyst Control Center. Ég prufaði að hækka og lækka í forritinu, en hraðinn á viftunni breyttist ekkert. Svo leitaði ég betur og fann að forrit sem heitir ATI Tools gæti stillt þetta. Ég náði í það og fékk villuskilaboð um að 'driver'-inn frá forritinu virkaði ekki.
Mér finnst alltílagi að hafa þessi "læti" þegar ég er að spila tölvuleik eða horfa á bíómynd, en þetta er óþolandi ef ég er að niðurhala löglegum tölvuleikjum eða bíómyndum (
) á næturnar. Veit einhver hvað er hægt að gera í þessu ?
Fyrirfram þakkir,
Orri
