Tölvukaup, hugmyndir


Höfundur
himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 398
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Tölvukaup, hugmyndir

Pósturaf himminn » Sun 07. Jún 2009 02:56

Nú er komið að fyrstu alvöru tölvukaupunum og ég er búinn að spá og spegúlera núna lengi hvað skal kaupa. Það er lítill séns á að ég geti eytt um 100.000 krónum í turninn og ég vona það.
Tek fram að ég er nýliði svo ekki dæma mig fyrir pælingarnar mínar.

Það sem ég var að hugsa í fyrstu var þessi tölva
http://kisildalur.is/?p=2&id=774
Harður diskur
Seagate Barracuda 7200.11 500GB SATA2 7200 snúninga, 16MB buffer

Aflgjafi
450W ATX2.0

Móðurborð
ASRock P43DE ATX Intel LGA775 móðurborð Intel P43, 6xSATA, GLAN, SPDIF

Skjáhraðall
Inno3D GeForce 9600GT 512MB 256-bit GDDR3 PCI-Express

Hljóðkort
. Innbyggt 7.1 hljóðkort

Netkort
Innbyggt 10/100/1000Mbps netkort
Geisladrif
20x hraða Lite-On DVD-RW DL skrifari
Örgjörvi
Core 2 Duo E5200 2,5GHz 2MB L2 Cache
Vinnsluminni
4GB GeIL Black Dragon DDR2-800 CL4


Þetta er á 79500 krónur
svo fór ég að spá, mig langar í tölvu sem þarfnast ekki uppfærslu á næstunni og er alveg ágætlega öflug.
Fyrsta sem ég hef hugsað mér að gera er að setja inn Inno3D GeForce GTX 260 896MB í stað 9600GT.
http://kisildalur.is/?p=2&id=782

Næsta sem ég hugsa er nýr örgjörvi þar sem þessi lýtur út fyrir að vera dáldið úreltur. Ég er að skoða Core 2 Duo E7400 Wolfdale í stað E5200. http://kisildalur.is/?p=2&id=959

Spurning mín er þá, eiga þessir partar eftir að passa saman og funkera alveg? Þarf ég kannski betri aflgjafa eða eitthvað annað sem ég þarf að uppfæra í leiðinni?