Síða 1 af 1
Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 11:51
af frikki1974
Sælir
Ég er að fara versla mér örgjörva eftir helgina því mér var bent á það að minn örgjafi ræður hreinlega ekkert við Flight Simulator X leikinn ef maður ætlar
að fara spila hann í góðum gæðum,hann höktar þvílikt hjá mér núna ef ég spila eitthvað stórt Add-on sem ég lét í leikinn.
Svo ætla ég að kaupa 4 GB of Ram ég hef núna 2 GB.
Tölvan mín er núna:
AMD Athlon 64x2 Dual
Core Processor 4000+
2.11 GHz,2 GB of Ram
Nvidia 8800 GTS 512
Er þetta ekki fín örgjafi hér fyrir neðan?
Hvað finnst ykkur?
http://www.tolvulistinn.is/vara/17266Svo er annar
http://www.tolvulistinn.is/vara/17269Hver er munurinn á þessum 2 örgjöfum?
Kveðja
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 12:53
af emmi
Þessi dýrari er 4kjarna og nýrri týpa meðan hinn er 2kjarna og eldri týpa. Þessi dýrari er klárlega betri.

Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 13:10
af frikki1974
Thanks man
Ég tek hann þá

Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 13:32
af Glazier
en þú verður að vera viss um að hann passi á móðurborðið
koma engar aðrar búðir til greina en þessi eina tiltekna verslun ?
því ég mundi skoða betur, þú getur pottþétt fundið jafn góðann ef ekki betra örgjörva á sama verði annarstaðar
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 15:43
af frikki1974
Sæll Glazier
Ég er með þetta móðurborð
http://us.msi.com/product/p_spec.asp?model=K9N6SGM-VJú vissulega koma aðrar búðir til greina en ég bý í Keflavík og er bíllaus og síðan er bara ein tölvuverslun á öllum suðurnesjunum
og það er Tölvulistinn,þetta er bara fáranlegt.
Einhver sagði að allir AMD örgjafar passi á þetta móðurborð sem ég er með,en mér finnst þessi SAM2 X4 9650 R
AMD Phenom QuadCore 9650 2.3GHz bara helvítu dýr!
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 16:04
af JohnnyX
Hvers vegna pantaru ekki bara á netinu eins og hjá til dæmis att.is ?
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 17:59
af Glazier
Það passa ekkert allir AMD örgjörvar á þetta móðurborð.
Þú setur t.d. ekki Core 2 Quad ef þú varst með Core 2 Duo.
Ég hef nú ekki mikið vit á örgjörum þannig ég er kannski ekki sá besti til að benda þér á örgjörva en ég mundi skoða hjá att.is, computer.is eða kísildal.is
Þetta eru ódýrustu verslanirnar sem ég veit um en tölvulistinn er ábyggilega dýrasta tölvuverslun á landinu.
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 18:03
af frikki1974
Ok ég skil en ætla fræðast betur um þetta svo maður verslar sér neitt sem passar ekki
Takk fyrir
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 18:07
af Glazier
getur auðvitað líka hringt í att.is, kísildal.is og computer.is og sagt "Ég er með "xx" mikinn pening og "svona móðurborð" og mig vantar góðann leikjaörra hvað geturu boðið mér ?
og þá segja þeir eitthvað og þú sendir hingað inn og segir att.is bauð mér þennan örgjörva og kísildalur.is bauð mér þennan örgjörva og computer.is bauð mér þennan hver af þessum er bestur
Þá ertu kominn með 3 örgjörva (kannski 2 af þeim eru eins kannski ekki) og allir á mjög svipuðu verði og við getum sagt þér hvern þú átt að kaupa (eða hinir lúðarnir því ég veit ekkert svaka mikið)
Getur líka sent e-mail til allra búðanna þá færðu að sjá þetta svart á hvítu

(það er oft betra)
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 18:16
af frikki1974
Já það er flott er skella sér í það að make phone calls og spyrja þá út í þetta.
Ég pósta þessu síðan hér eftir helgi.
Takk æðislega Glazier
Kveðja
Friðrik
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Lau 30. Maí 2009 18:19
af Glazier
Ekki málið

En ég held það sé samt betra fyrir þig að senda e-mail..
Ef þú hringir þá segir hann þér eitthvað og þú hringir svo í næstu verslun þá bendir hann þér á góðann örgjörva og segir þér verðið og svo þegar þú hringir í þriðju búðina þá ertu búinn að gleyma öllu því sem var sagt við þig í hinum 2 símtölunum

Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 01:32
af frr
Það er ekki að sjá að móðurborðið styðji Quad core, miðað við upplýsingar frá framleiðanda.
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 11:47
af vesley
miðað við það sem ég las þarna þá ættu báðir örgjövarnir að virka á þessu móðurborði
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 12:46
af halldorjonz
vesley skrifaði:miðað við það sem ég las þarna þá ættu báðir örgjövarnir að virka á þessu móðurborði
CPU
•
Supports 64-bit AMD® Sempron, Athlon™ 64 /Athlon 64 X2 processor (Socket AM2)• Supports Athlon 64 CPU: 3500+, 3800+
• Supports Athlon 64 X2 CPU: 3800+, 4000+, 4200, 4400+, 4600+, 4800+, 5000+, 5200+
Mér sýnist ekki

Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 12:46
af chaplin
Enginn áhugi hjá þér að fara í Intel?

Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 13:00
af frikki1974
Nei ég var að láta upp windows aftur og ég bara hreinlega nenni ekki á láta það upp aftur ef ég fer í Intel

Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 13:04
af frikki1974
Er þetta eitthvað drasl móðurborð sem ég er með?...hvaða góðir örgjafar passa í þetta eigilega?
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 14:37
af SteiniP
frikki1974 skrifaði:Er þetta eitthvað drasl móðurborð sem ég er með?...hvaða góðir örgjafar passa í þetta eigilega?
5200+ er í rauninni besti örgjörvinn sem þú getur sett í þetta en það er ekkert svakalegt upgrade miðað það sem þú ert með.
Fyrst þú ert eð uppfæra á annað borð (það er að segja ef að peningar eru ekki mikið vandamál), afhverju ekki að fjárfesta í einhverju góðu móðurborði og 4 kjarna örgjörva. Það myndi endast þér miklu lengur.
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 15:03
af KermitTheFrog
Glazier skrifaði:Það passa ekkert allir AMD örgjörvar á þetta móðurborð.
Þú setur t.d. ekki Core 2 Quad ef þú varst með Core 2 Duo.
Ég hef nú ekki mikið vit á örgjörum þannig ég er kannski ekki sá besti til að benda þér á örgjörva en ég mundi skoða hjá att.is, computer.is eða kísildal.is
Þetta eru ódýrustu verslanirnar sem ég veit um en tölvulistinn er ábyggilega dýrasta tölvuverslun á landinu.
Core 2 Duo og Core 2 Quad eru báðir LGA775 þannig að þú getur sett quad og duo á sama móðurborð.
------------------------
Annars áttu ekki að þurfa að setja Windows upp ef þú skiptir um örgjörva kallinn
Re: Vantar ábendingu á örgjörva
Sent: Sun 31. Maí 2009 20:27
af Glazier
KermitTheFrog skrifaði:Glazier skrifaði:Það passa ekkert allir AMD örgjörvar á þetta móðurborð.
Þú setur t.d. ekki Core 2 Quad ef þú varst með Core 2 Duo.
Ég hef nú ekki mikið vit á örgjörum þannig ég er kannski ekki sá besti til að benda þér á örgjörva en ég mundi skoða hjá att.is, computer.is eða kísildal.is
Þetta eru ódýrustu verslanirnar sem ég veit um en tölvulistinn er ábyggilega dýrasta tölvuverslun á landinu.
Core 2 Duo og Core 2 Quad eru báðir LGA775 þannig að þú getur sett quad og duo á sama móðurborð.
------------------------
Annars áttu ekki að þurfa að setja Windows upp ef þú skiptir um örgjörva kallinn
haha eins og ég sagði þá veit ég ekki mikið um örgjörva
