Síða 1 af 1

CPU kæling á skjákorti.

Sent: Mán 11. Maí 2009 17:07
af Hnykill
Er búinn að vera leita að góðri kælingu á skjákortið mitt í langan tíma. flestar eru rándýrar og maður þarf að panta þær að utan. svo ég ákvað að taka gott CPU hitasink og smella því á Sapphire ATI 4870 kortið mitt.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=574 ákvað að nota þessa.. hún kælir Core 2 Quad örgjörva svo hún ætti að ráða við 850 Mhz kubb á skjákorti ;)
ég er búinn að skoða stærðina á henni og hún smellpassar án þess að rekast í móðurborðið né nokkuð annað. og.. hún blæs niður á kortið svo það kælir minnið og aðra hluti í leiðinni. það sem ég er mest að spá í núna er, hvar finn ég gott passive heatsink fyrir minniskubbana? það má vera ansi hátt þar sem viftan er langt frá kortinu sjálfu. ég á líka hitaleiðandi epoxy lím til að festa það á kubbana.

spurning um að skera kannski niður gamalt AMD heatsink í ræmur?

Allavega. viftan sjálf ætti að koma á morgun. og ef þið eruð að spá í hvernig ég festi hana á.. þá er litli bróðir minn að vinna í slippstöðinni á Akureyri / riðfrýju deildinni. hann er búinn að smíða margar festingar og breytingar fyrir mig og sig.. það er allavega ekki málið ;)

skal smella nokkrum myndum af þessu eftirá.