Síða 1 af 1

Komið með tillögur

Sent: Mán 01. Des 2003 21:47
af Alanon
Jæja - Mér finnst nú alveg kominn tími á að uppfæra gamal ræfilinn minn. Ég er með Fujitsu Siemens tölvu (scaleo 600) sem ég er reyndar búinn að breyta talsvert nú þegar. Þetta er P4 1.8 ghz með 512 mb vinnsluminni og 80 gb harðan disk. Ég er líka með 120 gb firewire utanáliggjandi disk sem ég kann mjög vel við. Ég er þegar búinn að kaupa Asus fx5600 kort í hana sem ég kann mjög vel við og er þar að auki með adsl módem í henni. Er með 19" skjá sem ég myndi halda. Þar að auki eru DC srifari og DVD. Ég nota innbyggt hljóðkort (ekki nógu gott)

Helsti gallinn við þessa tölvu gjörsamlega óþolandi hávaði í powersupply þannið að það er það allra allra fyrsta sem þarf að breyta.

Minn draumur er amk p4 +2.6 ghz tölva með góðu móðurborði og öflugu minni. Ég myndi halda skjákortinu og hafa harða diskinn sem geymsupláss en fá mér annann og hraðari með. Hljóðlátt Powersupply er algjört must og því er hreynlega bara spurning hvort nýr turn væri ekki bara besta lausnin. Vitið þið hvort ný móðurborð passa í scaleo turnkassana?

En...

Nú vil ég endilega heyra frá ykkur - hvað ykkur finnst ég ætti að gera. Ég hef svona ca 100-120 þús til að vinna með og myndi sennilega fá fagmenn til að koma vélinni saman. Er annars ekki ferlegt mál að setja saman sína eigin vél? (sérstaklega þegar maður er með eitthvað gamalt drasl sem þarf að fitta inn í það?)

Komið endilega með tillögur - Hvað væri best fyrir mig að gera ?

THx

Re: Komið með tillögur

Sent: Mán 01. Des 2003 22:05
af Snikkari
Þetta væri mitt val.
Hérna ertu komin með ansi öflugt sett.


Örgjörvi: Intel P4 2.8GHz (800 FSB)R 26.900.- task.is
Móðurborð: Abit IC7 16.530.- task.is - Frábært borð
Minni: Kingston DDR 512MB 400MHz PC3200 HyperX CL2 16.900.- task.is
Skjákort: Þitt eigið
Harður diskur: SATA Seagate 120GB 7200RPM 8mb 13.490.- task.is
Kassi: Chieftec Dragon svartur medium tower m/ 360w svartur 10.900.- task.is
Aflgjafi: Zalman 400W hljóðlaus aflgjafi 11.900.- task.is - eða nota original aflgjafan í turninum.
Vifta: Zalman CNPS7000A-Cu 5.490.- task.is
Aukahlutir:
Enermax viftuhraðanemi og LCD hitamælir Svart 3.990.- task.is - bara gaman

Alls: 106.100.-

Þeir myndu örugglega gefa þér afslátt ef þú tækir pakkann hjá þeim og fría ísetningu.

P.S. Ég hvorki vinn hjá þeim né þekki þá á nokkurn hátt nema að ég hef fengið rosalega góða þjónustu hjá þeim í Task.is.

Out

Sent: Mán 01. Des 2003 22:42
af halanegri
Ég er sammála Snikkara.

Sent: Þri 02. Des 2003 16:01
af Alanon
Mér líst ljómandi vel á þessa hugmynd- Ég þyrfti samt að bæta við DVD geyslaskrifara og floppy drifi. Ég myndi leggja mikla áherslu á að tölvan væri hljóðlát því þessi sem ég er með núna er algjörlega að æra mig :(

Ég er með Windows xp home útgáfuna en var að velta fyrir mér hvort ekki væri betra að vera með Pro. Haldið þið að þessi turn myndi ekki teljast sem ný vél ?

'Eg ætla að hugsa málið hvað ég geri - En ég held að þessi vél yrði algjör draumur í Dós :wink:

Sent: Þri 02. Des 2003 16:51
af gnarr
vandaðu valið á hörðudiskunum!! það er númer 1, 2 og 3. ég er með þetta svona hjá mér:

Mynd

Mynd

og hörðu diskarnir eru samt að drepa mig úr hávaða.. (ég er reyndar á leiðinn að festa ískápinn upp í teyjum.. ég er það smámunasamur á hávaða ;] )

þetta þaggaði MIKIÐ niður í diskunum, en samt er alltaf smá hátíðni suð. annars eru það bara vifturnar næst. papst allstaðar.

annars mæli ég með Zalman A400APF! það er besta psu í heimi og það heyrist ekki í því :D

Sent: Þri 02. Des 2003 22:13
af RadoN
hvað keyptiru það (PSU) og hvað kostaði? :)

Sent: Þri 02. Des 2003 22:28
af Pandemic
afhverju ertu að kæla hdd ?

Sent: Þri 02. Des 2003 22:29
af RadoN
kaldari HDD = betri ending :wink: