Síða 1 af 1

Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Lau 25. Apr 2009 22:27
af Aimar
ég er að pæla í að kaupa nýjan disk fyrir stýrikerfið. Með það að leiðarljósi þá vil ég hafa sem bestan disk fyrir það, fyrst maður er að þessu.

Er einhver sérstakur diskur hraðari en annar?

Er búinn að heyra um raptor 10.000 snúninga diskana. en er eitthvað betra en það?

takk fyrirfram með svör.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Lau 25. Apr 2009 22:33
af Gullisig
þetta eru SSD og eiga að vera fljótir hef ekki prufað þá ,, en það kemur af því ,,,,, http://www.digital.is/?prodid=2935

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Lau 25. Apr 2009 22:41
af AntiTrust
Ef þú vilt það hraðasta er SSD það eina sem kemur til greina. Ca. 15x hraðari en Raptorinn á flestum sviðum.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 13:17
af Sydney
Er SSD í RAID 0 möguleiki? Maður verður blautur um að hugsa um þann hraða :O

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 13:42
af emmi
Amm, sá á spjallborðinu hjá OCZ að þar var einn gaur búinn að kaupa sér raid controller og setti nokkra SSD diska saman í raid og var að ná 500MB/s í les hraða.

http://www.ocztechnologyforum.com/forum ... 45+special

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 15:17
af hagur
Þetta vidjó:

http://www.youtube.com/watch?v=96dWOEa4Djs

.... segir allt sem segja þarf um SSD í Raid 0 :shock: [-o<

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 15:30
af Gúrú
hagur skrifaði:Þetta vidjó:
http://www.youtube.com/watch?v=96dWOEa4Djs
.... segir allt sem segja þarf um SSD í Raid 0 :shock: [-o<


Nema það að þetta segir þér ekki að ef að þú ert ekki samsung sponsoraður eins og þeir þá kostar þetta 2600 þúsund krónur.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 15:35
af hagur
Já, það þarf nú varla að taka það fram. SSD diskar vaxa ekki beint á trjánum.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 15:39
af Sydney
Þetta er samt sem áður framtíðin ;)

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 15:53
af Rubix
Já mig hefur lengi langar í svona stykki undir stýrikerfið.
Hugsa um að gera það um mánaðarmótin núna :). kaupa mér einn 70gb

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 16:12
af urban
Svar frá Mind hérna á vaktinni um SSD diska.

mind skrifaði:Búinn að setja uppá Soldid state disk og keyri tölvuna þannig núna.

Bara til að gefa hugmynd um hversu mikill munur þá er full uppsett windows XP pro með driverum 11 sek að ræsa sig.
Staðreyndir:
Raun skrif og leshraði á 74GB raptor er 70mb á sek (stýrikerfi ræst af sama disk,benchað með ATTO)
Raun skrif og leshraði á Vertex SSD Disk er 230mb les og 140mb skrif. (stýrikerfi ræst af sama disk,benchað með ATTO)
Reyndar passaði ég mig sérstaklega á að versla diskinn minn annarsstaðar en hlekkurinn vísar í og keypti 60GB útgáfuna.

Kostir:
Öll svörun verður hraðari í tölvunni , leitir taka sekúntur, Winamp, VLC og firefox ræsa sér samstundis og stama mjög sjaldan.
Leikir ræsa sig hraðar , tölvan er hljóðlátari og svo mætti lengi telja.

Ókostir:
Ef þú ert ekki mjög og þá meina ég MJÖG tölvufróður þá geturðu gleymt því að setja þetta uppá tölvu með Windows XP eða Vista.
Bara Windows 7 Beta er fær um að setja SSD disk rétt upp svo hann sé ekki grúthægur!

Til að SSD virki rétt þarf að keyra ALIGN á hann , Formatta hann rétt og afvirkja öll fítus í Windows sem að drepa endingu og virkni á SSD. Til að nefna nokkur dæmi þá er það prefetch, index servicing, temporary files o.s.f.
Ef þú vilt kynna þér það betur þá geturðu lesið þér flest um þetta allt hérna.
http://www.ocztechnologyforum.com/forum ... 1be2&f=186

Ferlið hjá mér:
Ég þurfti að smíða 11 útgáfur af Windows XP Pro með Nlite til að ná réttum stillingum fyrir SSD disk, í kringum 20-30 instöll af Windows.
Heildartími í uppsetningu er svona 35-40klst yfir 2 vikur.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 19:42
af Aimar
Er sem sagt Win 7 þá málið fyrir þessa diska? Fyrir okkur venjulega nörda :)

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 20:28
af urban
Mér sýnist það á öllu.
tjahh nema að það sé hægt að fá þessa útgáfu hjá honum lánaða til prufunar :)

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 21:06
af mind
Já... ég á ennþá ISO af XP diskinum - held eina sem hafi vantað sé að disable write cache á diskinn sjálfan, mjög auðvelt að gera eftir að tölvan er uppsett.

Það væri að öllu jöfnu auðveldast að senda bara inn Nlite upplýsingarnar og þá gæti hver sem er bara loadað þeim í Nlite og skrifað sinn eigin disk með sínum sérbreytingum.

En því miður þá hurfa allar mikilvægu SSD upplýsingarnar mínar þegar SSD diskurinn dó!

En þær koma allar aftur þegar ég fæ nýja sem er væntanlegur.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 21:23
af GuðjónR
mind skrifaði:En því miður þá hurfa allar mikilvægu SSD upplýsingarnar mínar þegar SSD diskurinn dó!

Hvað lifði hann lengi? Ég hef heyrt að þetta sé bara einnota drasl. 8-[

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 23:01
af mind
Hann lifði i 2-3 vikur.

Get nú ekki sagt að þetta sé einnota drasl, þessi ákveðni diskur var eittka undarlegur frá byrjun og það var controllerinn sem svo fór í honum en ekki minniskubbarnir.
Hef misnotað compact flash minniskort þónokkuð meira en viðkomandi SSD disk án þess að þau bili, svo ég horfi á þetta sem einsdæmi nema fleiri SSD byrji að deyja.

En að fara til baka á Raptorinn er svona svolítið eins og að skipta hestinum sínum út fyrir kú sem ferðaskjót.

Þrátt fyrir vonda reynslu þá myndi ég samt mæla með SSD diskum fyrir vissan markhóp.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 23:20
af Sydney
Vá hvað ég vildi að ég ætti efni á einu svona gerpi :(

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 23:36
af ManiO
Bíða í svona 3-4 ár, tæknin komin á gott skrið, flestir gallar horfnir og verð sennilega búin að lækka :)

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 23:46
af Glazier
ManiO skrifaði:Bíða í svona 3-4 ár, tæknin komin á gott skrið, flestir gallar horfnir og verð sennilega búin að lækka :)

tjahh samt þá er komið eitthvað enn flottara sem er þá með álíka miklum göllum og þetta sem er í dag..

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Sun 26. Apr 2009 23:52
af emmi
Magnað, maður er nú búinn að sjá nokkur myndbönd þar sem að SSD diskar eru látnir detta í gólfið meðan tölvan er í gangi og ekkert gerist. Þú hefur greinilega keypt lélega útgáfu bara. :p

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Mán 27. Apr 2009 10:23
af Tiger
Er verið að selja hágæða SSD diska hérna á klakanum? Þá meina ég SL diska (single layer) ekki ML (Multi layer)?

Og eru öll/flest vandamál með þetta úr sögunni ef maður er með Windows 7?

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Mán 27. Apr 2009 11:08
af mind
SSD diskur voru síðast þegar ég athugaði sérpantaðir í flestum tilvikum og þá væntalega sérstaklega SLC diskar sökum verðs.

Ætli það sé ekki rétt að segja þú losnar við flest vandamál með Windows 7, en ég myndi giska að þú þurfir samt að leysa nokkur handvirkt.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Þri 28. Apr 2009 13:39
af Tiger
Varst þú með MLC eða SLC disk?

Er komin það mikil reynsla á þetta að hægt sé að mæla með einhverjum diskum umfram aðra í þessu?

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Þri 28. Apr 2009 13:42
af GuðjónR
mind skrifaði:Hann lifði i 2-3 vikur.
Get nú ekki sagt að þetta sé einnota drasl.

Well... þetta kalla ég einnota drasl.

Re: Hraðasti stýriskerfisdiskur??

Sent: Þri 28. Apr 2009 15:30
af mind
[quote="GuðjónR"][quote="mind"]Hann lifði i 2-3 vikur.
Get nú ekki sagt að þetta sé einnota drasl.[/quote]
Well... þetta kalla ég einnota drasl.[/quote]

Já merkilegt nokkuð, ég hef einmitt tekið eftir því að þegar fólk hefur takmarkaðan vit eða skilning á einhverjum hlut sem bilar eða virkar ekki eins viðkomandi vill burtséð frá því hver er uppgefin virkni hlutarins, þá sjálfkrafa flokkar það sjálfan hlutinn sem "drasl" eða framleiðandann sem "lélegan".

Til að svara Snudda hinsvegar:
Hef bara prufað MLC diska, SLC er töluvert fyrir ofan budduna mína.

Ég sjálfur myndi mæla með Intel X-25M(MLC). Flestir ef ekki allir ættu að geta notað hann án þess að þurfa hafa einhverja mikla tölvukunnáttu.

Með aðeins meiri tölvukunnáttu eða sérþörfum(eins og meiri skrifhraða) þá væri OCZ APEX/Vertex fínir kostir.

Samsung ættu að koma til greina en ég hef ekki kynnt mér þá ennþá.