Síða 1 af 1

Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 12:48
af SteiniP
Nú var litli frændi minn að fermast og ætlar að kaupa sér tölvu fyrir peninginn.
Hann er aðallega að fara að nota hana í klippingu og myndvinnslu og slíkt. Þannig að það þarf öflugan og örgjörva og mikið minni. Budgetið er í kringum 120.000.

Var að spá í eitthvað svona

CPU Core 2 Quad Q9550 Yorkfield (OEM) - 47900 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=797
RAM GeIL Ultra Plus 4GB PC2-8500 DC - 11500 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=728
HDD 500GB Seagate Barracuda 7200.11 NCQ 32MB - 9990 - http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2048
Skjákort Force3D HD4670 512MB - 16500 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=930
Aflgjafi - Tacens Radix II 520W - 12500 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=690
Móðurborð - Gigabyte P43-ES3G, s775, 4xDDR2, 6xSATA2, PCI-Express - 15900 - http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1321

Þá er þetta komið upp í 114.290 og vantar bara einhvern kassa utan um þetta.
Hvernig lýst ykkur svo á þetta? Hann spilar ekki mikið af tölvuleikjum þannig að ég set ekki mikið í skjákortið. Var líka að spá hvort að það þyrfti svona stóran aflgjafa fyrir þetta eða hvort að 420W myndi duga.
Endilega kommentið á þetta, ég er ekki búinn að fylgjast alveg nógu vel með vélbúnaðarmarkaðnum síðustu árin.

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 15:26
af Sydney
SteiniP skrifaði:Nú var litli frændi minn að fermast og ætlar að kaupa sér tölvu fyrir peninginn.
Hann er aðallega að fara að nota hana í klippingu og myndvinnslu og slíkt. Þannig að það þarf öflugan og örgjörva og mikið minni. Budgetið er í kringum 120.000.

Var að spá í eitthvað svona

CPU Core 2 Quad Q9550 Yorkfield (OEM) - 47900 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=797
RAM GeIL Ultra Plus 4GB PC2-8500 DC - 11500 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=728
HDD 500GB Seagate Barracuda 7200.11 NCQ 32MB - 9990 - http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2048
Skjákort Force3D HD4670 512MB - 16500 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=930
Aflgjafi - Tacens Radix II 520W - 12500 - http://www.kisildalur.is/?p=2&id=690
Móðurborð - Gigabyte P43-ES3G, s775, 4xDDR2, 6xSATA2, PCI-Express - 15900 - http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1321

Þá er þetta komið upp í 114.290 og vantar bara einhvern kassa utan um þetta.
Hvernig lýst ykkur svo á þetta? Hann spilar ekki mikið af tölvuleikjum þannig að ég set ekki mikið í skjákortið. Var líka að spá hvort að það þyrfti svona stóran aflgjafa fyrir þetta eða hvort að 420W myndi duga.
Endilega kommentið á þetta, ég er ekki búinn að fylgjast alveg nógu vel með vélbúnaðarmarkaðnum síðustu árin.

520w er fínt. Myndi samt taka 8GB af minni.

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 15:38
af isr
420w aflgjafi dugar fyrir þetta sýnist að þetta séu svona 265 til 280 w.http://extreme.outervision.com/PSUEngine
En það er fljótt að telja allt auka dót einn auka hdd 25 w,auka dvd drif 28w eða einhver pci kort, auka minni 10 til 15w, ég myndi frekar taka 520 w aflgjafann munar 4000 kr. En þetta dugar og rúmlega það fyrir það þennan búnað sem þú telur upp.
Dæmi um aukabúnað
2 hdd
hljóðkort
sjónvarpskort
2 gig minni
viftustýring
blue ray drif
= 110 til 120 w

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 15:42
af isr
Sorry. Las þetta sem 420 w en sá svo að þú varst með 520. Besta mál.

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 16:31
af SteiniP
Væri mikill munur á að taka 8gig af minni? Við værum þá komnir aðeins upp fyrir budgetið.
Var líka að spá hvort að hann myndi finna mikinn mun á að taka þennan Q9550 örgjörva í staðinn fyrir Q8200 sem er um 16000 krónum ódýrari.

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 16:34
af Gunnar
fynnst þér 0.33 Ghz og 2MB í flítiminni vera 16 þúsund króna virði? ef svo er þá tekuru Q9400

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 16:38
af Gúrú
Gunnar skrifaði:fynnst þér 0.33 Ghz og 2MB í flítiminni vera 16 þúsund króna virði? ef svo er þá tekuru Q9400


Og tvöfalt fleiri kjarnar með 0.33GHz og 2MB flýtiminni meira? Minnast á það kannski?

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 16:52
af blitz
Líttu í aðeins fleiri búðir en kísildal..

Att.is eru t.d. með Q9550 á 42.950

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 17:03
af Gunnar
Gúrú skrifaði:
Gunnar skrifaði:fynnst þér 0.33 Ghz og 2MB í flítiminni vera 16 þúsund króna virði? ef svo er þá tekuru Q9400


Og tvöfalt fleiri kjarnar með 0.33GHz og 2MB flýtiminni meira? Minnast á það kannski?

það er það eina sem ég sá að munirinn væri ekkert að pæla í neinu öðru. #-o

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 17:18
af Glazier
sko það að kaupa tölvu svona eins og þú gerir þarna (t.d. móðurborð úr einni búð, skjákort úr annari og svo framvegis er ekkert svaka sniðugt)
Ástæða: Ef eitthver villa/bilun kemur upp í tölvunni og þú heldur að það sé móðurborðið þá ferðu með tölvuna þangað sem þú keyptir móðurborðið og svo kemur í ljós að það var ekkert að því (þá borgaru minnst 4.000 kr. fyrir "bilanagreiningu") og þá segja þér að þetta er aflgjafinn sem er bilaður og þá þarftu að fara með tölvuna þangað og láta hana bíða þar í nokkra daga í viðgerð (ekki gaman að vera tölvulaus)

Svo ég mundi kaupa ALLT á einum stað (nema kannski kassann ef það væri annar flottari annar staðar því hann bilar ekki)

En þetta er bara svona smá hint sko ;)

Annars já ég mæli mjög mikið með kísildal það er hröð og mjög góð þjónusta þarna

Þú þarft einfaldlega bara að segja að þú sért með 120.000 kr. MAX og þig vantar tölvu sem á að vera notuð í myndvinnslu og svoleiðis ;)
og ef þú gerir eitthverjar sérstakar kröfur (t.d. 1 TB harðan disk í staðinn fyrir 500 Gb þá segiru þeim það bara áður en þú biður þá um tilboð)

Ef þú færð eitthvað tilboð hjá kísildal sem þér lýst ágætlega á og finnur mjög svipaða tölvu annars staðar (allveg eins eða betri) á sama eða minna verði og þú segir þeim þarna í kísildal það þá
koma þeir örugglega með eitthvað betra boð fyrir þig ;)

Re: Fermingarvél fyrir litla frænda

Sent: Mán 20. Apr 2009 17:29
af blitz
Glazier skrifaði:sko það að kaupa tölvu svona eins og þú gerir þarna (t.d. móðurborð úr einni búð, skjákort úr annari og svo framvegis er ekkert svaka sniðugt)
Ástæða: Ef eitthver villa/bilun kemur upp í tölvunni og þú heldur að það sé móðurborðið þá ferðu með tölvuna þangað sem þú keyptir móðurborðið og svo kemur í ljós að það var ekkert að því (þá borgaru minnst 4.000 kr. fyrir "bilanagreiningu") og þá segja þér að þetta er aflgjafinn sem er bilaður og þá þarftu að fara með tölvuna þangað og láta hana bíða þar í nokkra daga í viðgerð (ekki gaman að vera tölvulaus)

Svo ég mundi kaupa ALLT á einum stað (nema kannski kassann ef það væri annar flottari annar staðar því hann bilar ekki)

En þetta er bara svona smá hint sko ;)



Hm.

Já eða spara þúsundkalla, allt að tugi þúsundkalla og shoppa around, og bilanagreina svo sjálfur ef til þess kemur og fá því útskipt?