Síða 1 af 1

D-sub tengi fyrir High Definition

Sent: Mið 15. Apr 2009 16:27
af Tiger
Sælir, nú eru flest ef ekki öll HD sjónvörp með HDMI tengi til að skila sem bestu hljóði og mynd. En aftur á móti eru til HD tölvuskjáir sem eru bara með D-sub tengi. Og því spyr ég, eru þessi tengi og kaplar (D-Sub tengin) nógu góðir til að skila fullum Blu Ray gæðum í 1080p til skjásins?

Re: D-sub tengi fyrir High Definition

Sent: Mið 15. Apr 2009 17:24
af hagur
Í stuttu máli ... já.

VGA ræður alveg við 1920x1080 upplausn og jafnvel hærri upplausn en það, svo framarlega sem þú ert með gæða kapal og vel skermaðan. Gæði kapalsins skipta svo meira og meira máli því lengri sem hann er.

Það sem gæti sett strik í reikninginn er copy protection-ið HDCP, en VGA styður slíkt vitanlega ekki. Samkvæmt standardinum, þá þurfa öll tækin í keðjunni að styðja HDCP til að 1080p mynd skili sér úr spilara og á skjá. Ef eitthvert tæki í keðjunni er ekki með HDCP, þá er myndin down-sköluð niður í SD upplausn. Reyndar eru til spilarar (hvort sem það er alvöru hardware spilari eða PC hugbúnaður) sem fara á svig við HDCP token-ið og virka án þess, en það er annar handleggur.

Bottom line, D-SUB (VGA) styður 1080p upplausn auðveldlega, en HDCP er ekki til staðar og þú færð vitanlega aðeins mynd, ekkert hljóð.

Re: D-sub tengi fyrir High Definition

Sent: Mið 15. Apr 2009 18:30
af Tiger
Takk :8)