Enga reynslu á þessu en þetta eru bara bókstaflega uppfærslur og sparar kannski 2-3 þúsund af Tölvutek verðum sem eru ekki endilega alltaf lægstu verðin í bænum (stundum þó).
Vandamálin með uppfærslupakkana er að það fylgja oft með léleg skjákort eða lélegra minni eða eitthvað sem maður myndi ekki kaupa ef maður væri að velja úr sjálfur. Ég myndi segja að það væri best að fara í einhverja verslun sem hefur það sem þú ert að leita að og reyna að setja saman pakka og ef þú getur ekki sett saman sjálfur þá fá viðkomandi verslun til að setja saman fyrir þig(þar sem það er hægt) eða einhvern sem þú þekkir.
Stöku leiki segir heldur ekki mikið af því að það skiptir ekki máli hversu marga leiki þú vilt spila heldur hvaða leiki

Spurning um hvaða leiki þú vilt að skjákortið ráði við. Svo er líka spurning um hversu mikið þú þarft, ef þú átt harðan disk og allt þá þarftu ekki að kaupa uppfærslu með slíku.
http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=189_191&products_id=18936 á þessu móðurborði er innbyggð skjástýring þannig að þetta dugar ekki fyrir leiki nema þú bætir við einhverju skjákorti (mæli með ATi HD4670 í minnsta lagi helst HD4850). Má líka alveg bæta við aukalegu minni, vantar líka stýrikerfi í þetta þannig að þú þarft að skaffa það.
Black Edition örgjörva er mjög auðvelt að yfirklukka og það er hægt að gera það í gegnum forrit sem heitir Overdrive, ættir að geta hækkað þetta kort t.d. upp í 3.0 GHz án þess að gera neitt aukalegt.
http://www.tolvutek.is/product_info.php?cPath=189_190&products_id=18932 - fínasta uppfærsla fyrir utan að skjákortið er alls ekki gott og þyrfti að skipta því út ef maður ætlar að spila einhverja alvöru leiki. Ekki turn, bara uppfærsla, ekkert stýrikerfi né harður diskur.
Það er líka spurning um hvort menn eru AMD eða Intel hliðhollir, ef menn eru aðallega bara að fá aukakraft til að spila leiki en ekki í neina vinnslu þá færa AMD manni oft svipaða leikaupplifun fyrir minni pening.
Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:
Svo er bara spurning með harðan disk, kassa, skjá og það , veit ekki hvort þú ert að leita að því.
Ef þú ert ekki að fara að reyna að yfirklukka þá geturðu verið aðeins frjálslegri með val á búnaði.
Best kaupin í dag í örgjörvum eru:
AMD Athlon X2 7750 (Kísildalur 13.900 kr)
AMD PHENOM II x3 720 be (Tölvutek 26.900 kr.)
Amd phenom 9950 BE (Tölvutek 21.900 kr)
Intel E5200 (Tölvuvirkni 12.860 kr , att.is 11.950 (OEM))
Intel E8400 (frá 24 þúsund OEM upp í 30 þúsund Retail)
Intel Q6600 eða Q8200 (frá 27-30 þúsund hjá t.d. att.is)
Skjákort :
ATi HD4850 eða Nvidia GTS250 frá 25-30 þúsund
ATi Hd4670 (15-20 þúsund)
Maður þarf eiginlega verðhugmynd til að þess að vita hverju maður á að mæla með. Mæli eindregið með því að velja einn af þessum örgjörvum og fá einhverja verslun til að koma með eitthvað tilboð í tölvu með slíkum örgjörva og móðurborði. Ættir að komast upp með ágætis vél á undir 100 þúsund.