Einn harði diskurinn gaf sig, er hægt að duplicate-a hann?
Sent: Mið 25. Mar 2009 20:52
Ég fann í gær í draslinu mínu gamlan 80gb sata harðan disk sem að virkaði. Notaði tækifærið og tengdi hann og setti upp Windows 7 64bit og keyrði hann á því í 1 dag, eða þangað til diskurinn gaf sig (mín heppni bara). Þetta lýsir sér þannig að ég get keyrt upp tölvuna á disknum og haft hana í gangi í nokkra klukkutíma en síðan bara stoppar diskurinn að virka. Þá þarf ég að slökkva á tölvunni í nokkra klukkutíma og leyfa disknum að kæla sig til að geta sett í gang aftur (þetta er samt ekki hitavandamál, hann keyrir á undir 50°C).
Þannig ég er að spá í að kaupa mér 1TB disk, færa allt af öðrum 320gb disknum yfir á hann og keyra Windows 7 á 320gb disknum. Það sem ég er að spá er hvort að það myndi virka að copy-a síðan bara allt af 80gb disknum yfir á 320gb diskinn, stilla BIOS þannig að sá diskur bootar fyrstur á eftir CD drifinu og keyra Windows 7 upp á honum án þess að þurfa að setja allt upp aftur?
Þannig ég er að spá í að kaupa mér 1TB disk, færa allt af öðrum 320gb disknum yfir á hann og keyra Windows 7 á 320gb disknum. Það sem ég er að spá er hvort að það myndi virka að copy-a síðan bara allt af 80gb disknum yfir á 320gb diskinn, stilla BIOS þannig að sá diskur bootar fyrstur á eftir CD drifinu og keyra Windows 7 upp á honum án þess að þurfa að setja allt upp aftur?