Laptop í flatskjá - DVI í HDMI?
Sent: Lau 21. Mar 2009 18:47
Mig langar að prófa að tengja lappann minn við 32" HD ready sjónvarp. Ég reyndi að gamni að nota s-video í scart til að tengja á milli, fékk mynd en hún var svarthvít. Eftir smá bras nennti ég þessu ekki lengur, náði ekki að fá litinn til að virka. Auk þess voru gæðin slöpp enda átti ég þessa snúru til frá því ég var með gamalt túbusjónvarp. Hún var einnig svakalega löng og ég hef heyrt að því lengri sem svona gerð af snúru er því minni gæði skila sér í gegn.
Það er ekki HDMI tengi á fartölvunni en það er hinsvegar 1 x DVI-out á henni. Nú er ég ekki það vel að mér í svona snúrumálum þegar kemur því að tengja á milli tölvu og sjónvarps þannig að ég ákvað að pósta hingað inn áður en ég skellti mér á snúru. Hvernig snúru þarf ég til að fá sem mest gæði á milli? Er það ekki bara DVI í HDMI? Svona snúra: http://www.tolvulistinn.is/vara/16888
Svo er önnur hér en þetta er DVI-D karl, ekki alveg með á hreinu hvað það er: http://www.computer.is/vorur/6749
Sockets á TV-inu: 3 HDMI, 2 Scart, S-video, component video, PC input.
Það er ekki HDMI tengi á fartölvunni en það er hinsvegar 1 x DVI-out á henni. Nú er ég ekki það vel að mér í svona snúrumálum þegar kemur því að tengja á milli tölvu og sjónvarps þannig að ég ákvað að pósta hingað inn áður en ég skellti mér á snúru. Hvernig snúru þarf ég til að fá sem mest gæði á milli? Er það ekki bara DVI í HDMI? Svona snúra: http://www.tolvulistinn.is/vara/16888
Svo er önnur hér en þetta er DVI-D karl, ekki alveg með á hreinu hvað það er: http://www.computer.is/vorur/6749
Sockets á TV-inu: 3 HDMI, 2 Scart, S-video, component video, PC input.