Síða 1 af 1

Intel E8400 ólæstur multiplier ?

Sent: Sun 15. Mar 2009 01:29
af Hnykill
Var að dunda mér við að overclocka örgjörvan minn, E8400 og var búinn að ná honum stöðugum á 4.2 Ghz með einhverjum Volt stillingum og FSB á 467 Mhz og multiplier á X9.
Svo fór ég að reyna ná 4.5 Ghz með 500 FSB.. sem gekk ekki neitt hreinlega, sama hvað ég hækkaði voltin á öllu upp.

þá sá ég að ég gat breitt multipliernum. hélt það væri ekki hægt!, að hann væri annaðhvort alltaf á X6 eða X9.. allavega ég prufaði að setja hann í X8 og FSB í 500 Mhz og þá rauk þetta allt í gang =D>

er búinn að vera keyra Prime95 og leika mér í Fallout 3 og Crysis og þetta bara mallar áfram, ekkert mál. 31 C° Idle og 48 C° í full load.

á maður þá ekki frekar að hafa þetta svona? 500 Mhz FSB X8 staðinn fyrir 445 Mhz FSB X9?

Re: Intel E8400 ólæstur multiplier ?

Sent: Sun 15. Mar 2009 01:34
af Cikster
Þú ert að misskilja hvað læstur multiplier þýðir. Hann er læstur upp á við en þú getur stillt niður ef þú vilt (og intel nota það sjálfir í speedstep dótið sitt til að halda örrunum kaldari).

Re: Intel E8400 ólæstur multiplier ?

Sent: Sun 15. Mar 2009 01:56
af Hnykill
ég tók það af í biosnum þetta "throttle" á örgjörvanum. svo hann er bara alltaf í 4Ghz. en það er gott að geta minnkað multiplierinn aðeins til að ná FSB upp :) alveg sáttur við það. ætla tweaka þetta aðeins meira til. sjá hvað þetta kríli kemst uppí.