Búinn að setja uppá Soldid state disk og keyri tölvuna þannig núna.
Bara til að gefa hugmynd um hversu mikill munur þá er full uppsett windows XP pro með driverum 11 sek að ræsa sig.
Staðreyndir:
Raun skrif og leshraði á 74GB raptor er 70mb á sek (stýrikerfi ræst af sama disk,benchað með ATTO)
Raun skrif og leshraði á Vertex SSD Disk er 230mb les og 140mb skrif. (stýrikerfi ræst af sama disk,benchað með ATTO)
Reyndar passaði ég mig sérstaklega á að versla diskinn minn annarsstaðar en hlekkurinn vísar í og keypti 60GB útgáfuna.
Kostir:
Öll svörun verður hraðari í tölvunni , leitir taka sekúntur, Winamp, VLC og firefox ræsa sér samstundis og stama mjög sjaldan.
Leikir ræsa sig hraðar , tölvan er hljóðlátari og svo mætti lengi telja.
Ókostir:
Ef þú ert ekki mjög og þá meina ég MJÖG tölvufróður þá geturðu gleymt því að setja þetta uppá tölvu með Windows XP eða Vista.
Bara Windows 7 Beta er fær um að setja SSD disk rétt upp svo hann sé ekki grúthægur!
Til að SSD virki rétt þarf að keyra ALIGN á hann , Formatta hann rétt og afvirkja öll fítus í Windows sem að drepa endingu og virkni á SSD. Til að nefna nokkur dæmi þá er það prefetch, index servicing, temporary files o.s.f.
Ef þú vilt kynna þér það betur þá geturðu lesið þér flest um þetta allt hérna.
http://www.ocztechnologyforum.com/forum ... 1be2&f=186Ferlið hjá mér:
Ég þurfti að smíða 11 útgáfur af Windows XP Pro með Nlite til að ná réttum stillingum fyrir SSD disk, í kringum 20-30 instöll af Windows.
Heildartími í uppsetningu er svona 35-40klst yfir 2 vikur.