Síða 1 af 1

Er diskurinn ónýtur?..hjálp

Sent: Fim 12. Mar 2009 19:46
af frikki1974
Ég er með harðann disk sem ég var með í tölvunni og í gær þegar ég gerði restart þá vildi hún ekki starta upp og ég heyrði þá smelli í einum þeirra og ég tók hann úr og tölvan startaði þá upp venjulega,en málið er að þegar ég lét bilaða diskinn í svona portable hard drive box og tengdi usp snúru í tölvuna þá vill harði diskurinn ekki starta sér upp og það heyrast smellir í disknum,hann reynir að starta sér upp en ekkert gerist.

Er efnið á disknum allt farið þá?...hvað get ég gert?

Re: Er diskurinn ónýtur?..hjálp

Sent: Fim 12. Mar 2009 19:49
af AntiTrust
95% líklega dauður og ekkert hægt að gera.

Ótrúlegt hvað maður þarf að segja þetta oft við fólk, en þó ekki illa meint : Backup, Backup og Backup.

Ég hef hinsvegar náð að bjarga af diskum þótt það sé farið að smella í þeim með góðum recovery forritum og þolinmæði.

Re: Er diskurinn ónýtur?..hjálp

Sent: Fim 12. Mar 2009 19:57
af frikki1974
Ég gerði Backup fyrir um 5 dögum en ekki allt saman en hvernig recovery forrit mælurðu með og hvernig er það gert?

Re: Er diskurinn ónýtur?..hjálp

Sent: Fim 12. Mar 2009 20:14
af AntiTrust
EasyRecoveryPro er með þeim betri sem ég hef prófað.

Sæktu það, installaðu og skoðaðu. Mjög user friendly í notkun. Þarft líklega að notast við flakkara til að bjarga gögnum þar sem tölvan ræsir ekki upp með diskinn í.

Re: Er diskurinn ónýtur?..hjálp

Sent: Fim 12. Mar 2009 20:45
af frikki1974
Sæll aftur en ég setti harða diskinn í svona portable hard drive box og tengdi usp snúru í tölvuna,en tengi ég usp snúruna í flakkara?
Er þá góður möguleiki að endurheimta gögnin?
En hvernig á annars að nota EasyRecovery ef harði diskurinn birtist ekkert á skjánum?

Mynd