Örgjörva vifta snýst stöðugt á botnsnúning
Sent: Mið 11. Mar 2009 11:51
Síðan ég keypti mér þessa tölvu 1 janúar á þessu ári þá hefur örgjörvaviftan alltaf farið beint upp í 4000rpm þegar ég kveiki á tölvunni og hún bara helst þar. Mikill hávaði sem fylgir því. Eftir að hafa verið með tölvuna svona í kannski einn til einn og hálfan mánuð þá gafst ég upp og fór að leita ráða. Ég náði í speedfan og fylgdist reglulega með hitanum næstu daga. Var grænt hak á flest öllu þegar viftan var í 100% snúning en ef ég lækkaði í 50% kom eldur á nánast allt (hiti yfir 50°C). Þannig ég opnaði kassann og tók eftir því að kassaviftan sem er tengd beint í aflgjafann en ekki í móðurborðið var stopp. Ég þarf ss. reglulega að kíkja í kassann og ýta henni af stað. Stundum bara stoppar hún. Síðan tók ég bara hliðina alveg af og þá fór hitastigið að hrynja niður og það er grænt hak á öllu þegar ég er með viftuna á 35% hraða eða ~2000rpm. Síðan stilli ég uppí 60% þegar ég fer í tölvuleiki, ~3000rpm.
En núna spyr ég, er engin leið til þess að fá viftuna til að vera bara á þessum hraða eða jafnvel bara fara eins hratt og nauðsyn er í hvert skipti? (breytir engu að stilla á "Automatic fan speed" í SpeedFan). Ég er orðinn frekar þreyttur á því að þurfa að stilla þetta í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni!
En núna spyr ég, er engin leið til þess að fá viftuna til að vera bara á þessum hraða eða jafnvel bara fara eins hratt og nauðsyn er í hvert skipti? (breytir engu að stilla á "Automatic fan speed" í SpeedFan). Ég er orðinn frekar þreyttur á því að þurfa að stilla þetta í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni!