Síða 1 af 1

Örgjörva vifta snýst stöðugt á botnsnúning

Sent: Mið 11. Mar 2009 11:51
af Danni V8
Síðan ég keypti mér þessa tölvu 1 janúar á þessu ári þá hefur örgjörvaviftan alltaf farið beint upp í 4000rpm þegar ég kveiki á tölvunni og hún bara helst þar. Mikill hávaði sem fylgir því. Eftir að hafa verið með tölvuna svona í kannski einn til einn og hálfan mánuð þá gafst ég upp og fór að leita ráða. Ég náði í speedfan og fylgdist reglulega með hitanum næstu daga. Var grænt hak á flest öllu þegar viftan var í 100% snúning en ef ég lækkaði í 50% kom eldur á nánast allt (hiti yfir 50°C). Þannig ég opnaði kassann og tók eftir því að kassaviftan sem er tengd beint í aflgjafann en ekki í móðurborðið var stopp. Ég þarf ss. reglulega að kíkja í kassann og ýta henni af stað. Stundum bara stoppar hún. Síðan tók ég bara hliðina alveg af og þá fór hitastigið að hrynja niður og það er grænt hak á öllu þegar ég er með viftuna á 35% hraða eða ~2000rpm. Síðan stilli ég uppí 60% þegar ég fer í tölvuleiki, ~3000rpm.

En núna spyr ég, er engin leið til þess að fá viftuna til að vera bara á þessum hraða eða jafnvel bara fara eins hratt og nauðsyn er í hvert skipti? (breytir engu að stilla á "Automatic fan speed" í SpeedFan). Ég er orðinn frekar þreyttur á því að þurfa að stilla þetta í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni!

Re: Örgjörva vifta snýst stöðugt á botnsnúning

Sent: Mið 11. Mar 2009 12:42
af vesley
BIOS stillingar?

Re: Örgjörva vifta snýst stöðugt á botnsnúning

Sent: Mið 11. Mar 2009 12:44
af Gúrú
Geturðu ekki fengið þér viftustýringu?

Re: Örgjörva vifta snýst stöðugt á botnsnúning

Sent: Mið 11. Mar 2009 14:28
af Safnari
Athugaðu hvort kassaviftu plugginn sé illa tengdur, laus. Ef ekki fáðu þér nýja kassaviftu.
Þar sem þú getur séð snuningshraðan á örraviftunni, þá virðistu komast í BIOSinn.
Þar áttu að geta stillt hraðann á viftunni. sjá úrklipp úr manual fyrir MSI P7N SLI Platinum

farðu í
BIOS Setup H/W Monitor

hér geturðu svo stillt það þröskulds hitastig á örgjörva sem setur viftuna svo á meiri snúning.
CPU Smart FAN Target
The mainboard provides the Smart Fan function which can control the CPU fan speed
automatically depending on the current temperature to keep it with in a specific range.
You can select a fan temperature target value. If the current CPU fan temperature
reaches to the target value, the smart fan function will be activated. It provides
several sections to speed up for cooling down automaticlly .CPU Min. FAN Speed (%)
When you set a FAN target in “CPU Smart FAN Target”, this item will appear. This
item allows you to select how percentage of minimum speed limit for the CPU Smart FAN.

Re: Örgjörva vifta snýst stöðugt á botnsnúning

Sent: Mið 11. Mar 2009 16:08
af Danni V8
Safnari skrifaði:Athugaðu hvort kassaviftu plugginn sé illa tengdur, laus. Ef ekki fáðu þér nýja kassaviftu.
Þar sem þú getur séð snuningshraðan á örraviftunni, þá virðistu komast í BIOSinn.
Þar áttu að geta stillt hraðann á viftunni. sjá úrklipp úr manual fyrir MSI P7N SLI Platinum

farðu í
BIOS Setup H/W Monitor

hér geturðu svo stillt það þröskulds hitastig á örgjörva sem setur viftuna svo á meiri snúning.
CPU Smart FAN Target
The mainboard provides the Smart Fan function which can control the CPU fan speed
automatically depending on the current temperature to keep it with in a specific range.
You can select a fan temperature target value. If the current CPU fan temperature
reaches to the target value, the smart fan function will be activated. It provides
several sections to speed up for cooling down automaticlly .CPU Min. FAN Speed (%)
When you set a FAN target in “CPU Smart FAN Target”, this item will appear. This
item allows you to select how percentage of minimum speed limit for the CPU Smart FAN.


Þvílík snilld! En í leiðinni líður mér eins og asna að hafa ekki ath. Bios sjálfur :oops:

En ég stillti max hitann á 55°C og snúninginn á viftunni á 25% og núna keyrir viftan á ~1500rpm, skjákortsviftan á ~1200rpm og kassaviftan á einhverju svipuðu. Hitinn helst undir 50°C sem mér finnst alveg ásættanlegt.

Síðan ætla ég bara að fara að kaupa mér nýjan kassa, þessi er orðinn frekar þreyttur. Langar líka að kaupa kassa sem er með grind á hliðinni eða einhverju svipuðu svo að ég þarf ekki að taka hana af til að halda hitastiginu niðri.

En ég þakka fyrir aðstoðina :D