Síða 1 af 1

Hvor vélin er betri?

Sent: Fim 26. Feb 2009 12:01
af Claw
Sælir félagar.

Ég er núna búinn að fá tilboð frá tveimur búðum og eru þau áþekk í verði. Það sem mig langar að vita hjá ykkur er hvor þessara uppfærslna er betri að ykkar mati (ath. að ég er aðeins að uppfæra móðurborðið, örgjörvann, minnið og skjákortið - nota annað úr gömlu vélinni minni) og afhverju þið teljið aðra betri en hina.

Uppfærsla I:
Aflgjafi - 460w - Gigabyte Superb - 120 mm Vifta
Móðurborð - Intel - 775 - ASUS P5QL-E S775 P43 ATX
Örgjörvi - LGA775 - Intel Core2 Duo E7300 2.66GHz,1066MHz
Minni - DDR2 Minni 800MHz - MDT Twinpacks 4GB CL5 2x2GB
Skjákort - PCI-E - NVIDIA - Sparkle Geforce 9800GT 512 MB GDDR3 PCI-E

Uppfærsla II
Aflgjafi - Fortron 450W ATX2,0. 12cm vifta
Móðurborð - MSI P43 NEO-F 1600FSB DDR2 1066
Örgjörvi - Intel Core Duo E7300 2,66GHz 45nm
Vifta - Coolermaster örgjörvavifta fyrir s775
Minni - Corsair 4GB 2x2GB DDR2 800MHz CL5
Skjákort - MSI ATI Radeon HD4850 T2D512 DDR3

Með fyrirfram þökk,
Claw

p.s. Frá einum aðila fékk ég tilboð með skjákortinu Asus HD4830 PCI-E2,0 512MB GDDR3 2xDVI/HDTV. Er það kort betra eða verra en kortin hér að ofan?

Re: Hvor vélin er betri?

Sent: Fim 26. Feb 2009 12:18
af coldcut
taktu bara það ódýrara...lítill sem enginn munur á þessum tilboðum!

mátt segja okkur hvaða búðir gáfu þér þessi tilboð og hvað þau eru uppá mikið ;) og ef annað tilboðið er frá Tölvutækni eða Kísildal þá mundi ég taka það :p

Re: Hvor vélin er betri?

Sent: Fim 26. Feb 2009 14:30
af halldorjonz
ég held ég geti nokkuð öruggur bettað 500kr á að þetta eru Tölvuvirkni og Att :lol:

Re: Hvor vélin er betri?

Sent: Fim 26. Feb 2009 14:39
af blitz
Væri til í að sjá verðin og aðila, er að spá í nákvæmlega sama pakka..
http://techreport.com/articles.x/15752

Hvar sástu 4830?

Re: Hvor vélin er betri?

Sent: Fim 26. Feb 2009 14:54
af Claw
halldorjonz skrifaði:ég held ég geti nokkuð öruggur bettað 500kr á að þetta eru Tölvuvirkni og Att :lol:


Magnað, þetta er rétt hjá þér.

Fyrra tilboðið er frá Tölvuvirkni og er uppá kr. 81.160.
Seinna tilboðið er frá Att og er uppá kr. 84.700.

En hvort tilboðið er betra að ykkar viti?

Re: Hvor vélin er betri?

Sent: Fim 26. Feb 2009 14:59
af Claw
blitz skrifaði:Væri til í að sjá verðin og aðila, er að spá í nákvæmlega sama pakka..
http://techreport.com/articles.x/15752

Hvar sástu 4830?

Asus HD4830 var inní tilboði sem ég fékk frá Tölvutek.

Hvað af þessum þremur skjákortum er best að ykkar viti?
Asus HD4830
Geforce 9800GT
MSI ATi Radeon HD4850

Kv.
Claw

Re: Hvor vélin er betri?

Sent: Fim 26. Feb 2009 15:08
af blitz
4850
Getur örugglega lækkað þetta með því að shoppa around.. ef þú nennir:

Aflgjafi - 500w - JERSEY Black Edition ATX BE-500WS 120 mm Vifta 6860 (Tölvuvirkni)
Gigabyte P43-ES3G 15900 (Tölvutækni)
intel 7300 17950 (att)
4850 27450 (Att)
2x2gb ddr2 800: 8550 (att)

Samtals 76710

Re: Hvor vélin er betri?

Sent: Fös 27. Feb 2009 23:56
af Claw
Endaði á að taka tilboði sem ég fékk frá Tölvutækni. Vonandi er þetta betri uppfærsla en þessar tvær sem ég nefndi í upphaflega póstinum.

Aflgjafi - Cooler Master eXtreme Power Plus 460W
Móðurborð - Gigabyte P43-ES3G, s775, 4xDDR2, 6xSATA2, PCI-Express
Örgjörvi - Intel Core 2 Duo E7300 2.66GHz, 1066MHz, 3MB cache, 45nm, OEM
Vifta - Cooler Master ICT-D925R-GP 775
Minni - SuperTalent 4GB kit(2x2GB) DDR2 800MHz CL5, PC6400
Skjákort - Gigabyte ATI Radeon HD4850 512MB með Zalman kælingu

Kv.
Claw