Síða 1 af 1

Uppfærsla á RAM

Sent: Fös 20. Feb 2009 18:35
af Hargo
Ég var að pæla í að uppfæra minnið í fartölvunni minni. Er núna með 2GB RAM (2x 1024MB) DDR2. Langaði að fá mér 2x2048MB. Er með nokkar pælingar handa ykkur reynsluboltunum hérna...

Í fyrsta lagi, ég er með Windows XP 32 Bita útgáfu. Ef ég ætlaði að uppfæra vinnsluminnið og hafa það dual channel, myndi XP nokkuð sýna 4GB heildarminni? Er ekki 3GB maximum minnisstærð sem XP supportar?
Ég gæti þá auðvitað alltaf upgreidað mig í Vista...eða prófað Windows 7 betuna tímabundið, eða hvað?

Svo var ég einnig að velta fyrir mér hversu hratt minni ég get fengið mér. Samkvæmt CPU-Z þá er front side bus speed hjá mér um 668,9Mhz. Þýðir það þá að ég get fengið mér minni sem keyrir á 666MHz sem dæmi? Hér eru screenshottin úr CPU-Z hjá mér. Ég las út úr þeim að núverandi minni væri að keyra á 266MHz.

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Lau 21. Feb 2009 14:45
af Gunnar
fynnur út hvernig móðurborð þú ert með og google-ar það og sérð hvað móðurborðið styður mikið og hversu mikið MHz þú getur haft þau.
og færðu þig bara yfir í vista 64 bita og þá styður það öll 4 GB-in

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Sun 22. Feb 2009 00:19
af Hargo
Ein spurning samt. Samkvæmt ÞESSARI SÍÐU er tölvan mín listuð með 2x1024MB RAM sem keyrir á 533MHz. Er þessi 533MHz þá samtala yfir bæði minnin? Þ.e.a.s. bæði eru 1024MB með 266MHz, 266MHz sinnum tveir eru þá tæp 533MHz. Er þetta reiknað svona fyrir parað minni?

Hef nefnilega áhuga á þessu minni:
http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_16_134&products_id=4627&osCsid=0de63b144b361e73f42e6a2502b03b4d

Væru þetta þá 2x2048MB minni með 400MHz hraða hvort um sig, samtals 800MHz? Eða eru bæði minnin 800Mhz, samtals þá 1600MHz saman?

Verðið bara að afsaka ef þetta hljómar eins og tóm steypa hjá mér, er bara að reyna að fikta mig áfram og átta mig betur á þessu. #-o

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Sun 22. Feb 2009 01:01
af Pandemic
DDR þýðir það að 266Mhz minni er í raun 533Mhz

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Sun 22. Feb 2009 01:45
af Hargo
Pandemic skrifaði:DDR þýðir það að 266Mhz minni er í raun 533Mhz


Já okei. Þannig að ef að Memory clock er á 266MHz þá er I/O Bus clock sett á 533MHz (fann lista á wikipedia um þetta). En mig langar að vita hvor talan er gefin upp á minnum sem eru seld úr búð hér á landi, þ.e.a.s. hvort er gefin upp memory clock talan eða I/O Bus clock talan?

Hvernig minni ætti ég þá að stökkva á til að fá eitthvað performance boost út úr þessu upgreidi mínu?
Að því gefnu að móðurborðið höndli 667MHz væri þá nóg fyrir mig að finna 2x2GB RAM sem keyrir á 333MHz memory clock sem væri þá 666MHz I/O bus clock?

Ef ég fæ mér minni sem er með meiri MHz tíðni en móðurborðið höndlar, downgreidast það ekki bara niður á hraðann á móðurborðinu? RAM sem gæti keyrt á 800MHz myndi þá bara keyra á 667MHz?

Afsakið spurningaflóðið - takk fyrir svörin.

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Mán 23. Feb 2009 10:19
af Ayru
Hvernig minni ætti ég þá að stökkva á til að fá eitthvað performance boost út úr þessu upgreidi mínu?
Að því gefnu að móðurborðið höndli 667MHz væri þá nóg fyrir mig að finna 2x2GB RAM sem keyrir á 333MHz memory clock sem væri þá 666MHz I/O bus clock?

Ef ég fæ mér minni sem er með meiri MHz tíðni en móðurborðið höndlar, downgreidast það ekki bara niður á hraðann á móðurborðinu? RAM sem gæti keyrt á 800MHz myndi þá bara keyra á 667MHz?

Afsakið spurningaflóðið - takk fyrir svörin.


Þú breytir bara FSB:RAM ratio til komast sem næst þínu actual ram frequency.

Til dæmis

með 800mhz ddr2 minni þá setur þú ratio í 1:2, með 200 í fsb þá keyrir minnið á 400mhz memory clock (2x200 vegna ratio) og 800mhz ddr2 clock (2x400mhz)

með 600mhz ddr2 minni þá setur þú FSB:RAM ratio í 1:125, þetta gefur þér 225mhz memory clock og 550mhz ddr2 clock (2x225) ef þú ert með 200fsb (1,125x200).

ef þeta væri ddr3 þá margfaldast memory clock með 3 en ekki 2 til að fá actual frequency.

Ég var einu sinni með 1066mhz ddr2 ram og 270fsb og ég reyndi að fá minni til að keyra á 1066 mhz. Ég fór í BIOS breytti FSB:RAM ratio úr 1:1 í 1:2 minnið keyrði eftir breytinguna á 1080mhz sem er nálægt 1066mhz. 270fsb*2 (1:2 ratio) gefur mér 540mhz og 540mhz * 2 (þetta er ddr2) gefur mér 1080mhz

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Þri 24. Feb 2009 00:37
af Hargo
Hvar stillirðu þetta, í CMOS?

Ég held ég þurfi að googla þetta FSB:RAM ratio eitthvað betur til að átta mig á þessu almennilega. Takk fyrir póstinn... :)

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Þri 24. Feb 2009 08:03
af Ayru
Hargo skrifaði:Hvar stillirðu þetta, í CMOS?

Ég held ég þurfi að googla þetta FSB:RAM ratio eitthvað betur til að átta mig á þessu almennilega. Takk fyrir póstinn... :)


Þetta stillir þú í CMOS.

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Þri 24. Feb 2009 14:36
af Hargo
Er búinn að vera að lesa mér aðeins til um þetta. Er maður ekki bara að overclocka RAM-ið? Ég held ég leggi ekki í það, þetta er ferðavél þannig að ef eitthvað klúðrast vélbúnaðarlega séð (þá meira en bara steikt RAM) þá er ekki hlaupið að því að opna hana og skipta út örgjörva eða einhverju, allavega mun meira maus en með venjulegan turn kassa.

Held ég splæsi bara í 667MHz DDR2 minni. FSB virðist vera gerður fyrir það. Var að pæla í að fá mér tvö stykki af þessu: http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_16_134&products_id=4054

Ætlaði nú alltaf að fá mér þetta en fyrst að FSB ræður ekki við nema 667MHz þá er tilgangslaust að vera að kaupa 800MHz og láta það downgreidast.

En veit einhver hvaða MHz tala er gefin upp á DDR2 minni sem maður kaupir út úr búð hér landi? Hvort gefa þeir upp memory clock eða I/O bus clock?
Er t.d. þetta 667MHz minni sem ég er að spá í að keyra þá á 1333MHz?

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Þri 24. Feb 2009 14:48
af KermitTheFrog
DDR2 minni sem er auglýst á 667MHz er í raun 333x2MHz, ekki 1333MHz

Re: Uppfærsla á RAM

Sent: Þri 24. Feb 2009 15:20
af Hargo
KermitTheFrog skrifaði:DDR2 minni sem er auglýst á 667MHz er í raun 333x2MHz, ekki 1333MHz


Ok, takk fyrir að koma því á hreint :)