Síða 1 af 1

Tölvan slekkur á sér

Sent: Mið 18. Feb 2009 20:39
af jens11
Jáha, svona er staðan. Ég er með gamla tölvu herna við hliðiná mér sem eg nota bara sem download vel og fikt bara. Harðidiskurinn í henni var orðinn leiðinlegur og heyrðist hátt í honum, svo ég ákvað að kaupa mér nýjan í aðaltölvuna og setja gamla localdiskinn úr henni í Gömlu. Vona þetta skildist.....
En þegar ég tengi þann disk í tölvuna (Venjulegur IDE diskur) þá slær hún alltaf út þegar eg kveiki á henni eftir svona 2 sek. Þegar ég tengi svo gamla diskinn í aftur þá virkar allt. :S En það var allt í lagi með þennan disk þegar hann var í hinni vélini.
Svo spurningin mín er þessi: Hvað er það sem gæti verið að klikka og afhverju?

Re: Tölvan slekkur á sér

Sent: Fim 19. Feb 2009 10:26
af TechHead
2 möguleikar:

Nýji harðidiskurinn er með gallaða straumstýringu sem slær út aflgjafanum þegar reynt er að ræsa hann
-- Tengdu diskinn við annann aflgjafa/aðra tölvu og athugaðu hvort hann geri hið sama. Ef hann gerir hið sama þá ertu með bilaðann Disk.

....ef hann virkar við aðra tölvu eða PSU þá er Nýji harðidiskurinn er að öllum líkindum með fleiri segulgagnaskífur en sá gamli og legan þarf þar að leiðandi fleiri amper til að ræsa sig heldur en sá gamli. Aflgjafinn í þessari gömlu vél líkast til orðinn slappur og slær út við að skaffa nýja disknum nægjanleg amper í spin-up

Þá er það bara spurning um nýjann aflgjafa :)

Re: Tölvan slekkur á sér

Sent: Fim 19. Feb 2009 11:26
af jens11
TechHead skrifaði:2 möguleikar:

Nýji harðidiskurinn er með gallaða straumstýringu sem slær út aflgjafanum þegar reynt er að ræsa hann
-- Tengdu diskinn við annann aflgjafa/aðra tölvu og athugaðu hvort hann geri hið sama. Ef hann gerir hið sama þá ertu með bilaðann Disk.

....ef hann virkar við aðra tölvu eða PSU þá er Nýji harðidiskurinn er að öllum líkindum með fleiri segulgagnaskífur en sá gamli og legan þarf þar að leiðandi fleiri amper til að ræsa sig heldur en sá gamli. Aflgjafinn í þessari gömlu vél líkast til orðinn slappur og slær út við að skaffa nýja disknum nægjanleg amper í spin-up

Þá er það bara spurning um nýjann aflgjafa :)


Já okey. Þakka þer fyrir þetta .. þá er þetta aflgjafin. :S Diskurinn virkar nefnilega i annari tölvu.. Jæja þá er bara að hafað það ..
Þakka þér fyrir :)