Síða 1 af 1

Sama stýrikerfi á sömu HDD í uppfærslu

Sent: Þri 17. Feb 2009 17:48
af Tiger
Góðan daginn, hvernig er það þegar maður skiptir um móðurborð, örgjörva og minni, getur maður sett gamla harða diskin með stýrikrefinu í og það virkar flott? Eða þarf að setja vélina upp aftur?
Og líka, ef ég er með 2 diska á raid-0 (ekki stýrikerfisdiskana) og raida þá aftur í 0 á nýju uppsetningunni..haldast öll gögnin?

Re: Sama stýrikerfi á sömu HDD í uppfærslu

Sent: Þri 17. Feb 2009 22:57
af Tiger
Nobody?

Re: Sama stýrikerfi á sömu HDD í uppfærslu

Sent: Þri 17. Feb 2009 23:56
af mind
Góðan daginn, hvernig er það þegar maður skiptir um móðurborð, örgjörva og minni, getur maður sett gamla harða diskin með stýrikrefinu í og það virkar flott? Eða þarf að setja vélina upp aftur?

Stutta svarið er nei.
Langa já svarið er það er hægt með þvílíkum herkjum og þú þarft helst að vera með upprunalegu vélina þannig hægt sé að ræsa henni með stýrikerfinu áður en þú flytur það yfir til að eiga möguleika á því að það gangi upp.(þarft að fjarlægja búnka af dóti)
Auðveldara bara exporta öllu dótinu þínu og setja aftur upp ef þú vilt fá stöðuga og rétt uppsetta vél.

Og líka, ef ég er með 2 diska á raid-0 (ekki stýrikerfisdiskana) og raida þá aftur í 0 á nýju uppsetningunni..haldast öll gögnin?

Já og nei. Í flestum tilvikum kæmi þetta til með að virka ef þú gerir það rétt, óvissuhlutinn er hinsvegar með RAID stýringuna sjálfa því þær eru mjög margar og misgóðar, sérstaklega þær sem eru innbyggðar á móðurborð.

Ef þú ert ennþá forvitinn þá myndi ég prufa googla þetta :)

Re: Sama stýrikerfi á sömu HDD í uppfærslu

Sent: Mið 18. Feb 2009 00:20
af kiddi
Ég hef nokkrum sinnum flutt software RAID uppsetningar í Windows á milli tölva með 100% árangri, maður fer einfaldlega í Disk Management og býðst að "importa" RAID setuppinu, man ekki hvernig þetta var orðað þó nákvæmlega. Ath. þetta var software RAID gert með sjálfu stýrikerfinu en ekki með móðurborði. Ég er nokkuð viss um að ef RAIDið var sett upp með móðurborðinu, þá er þér hollast að taka afrit af þessu áður en þú skiptir um vél.

Þetta með drivera og nýtt móðurborð, þá hef ég nokkrum sinnum í gegnum árin lent í því að grilla móðurborð, og hef ég þá fengið ný (en öðruvísi) móðurborð en með sama CPU, RAM og skjákorti, og það var ekkert mál og vélin var lygilega stabíl í flest skiptin. Windows gerði sér strax grein fyrir þessu við fyrstu ræsingu og fór að græja til nýja drivera, þetta eru þó alls ekki pottþétt vísindi og vélarnar eflaust mismunandi stabílar eftir tilfellum.

Re: Sama stýrikerfi á sömu HDD í uppfærslu

Sent: Mið 18. Feb 2009 00:41
af Tiger
Ok takk :D