Síða 1 af 1

Hvað finnst ykkur um Core i5 sem kemur í ágúst

Sent: Fim 12. Feb 2009 11:18
af Ayru
Intel Core i5 (mainstream Nehalem) benchmarks

http://www.hardware.info/en-US/news/ymi ... enchmarks/

hérna getið þið séð hvernig þessi i5 er að performa í mismunandi benchmörkum.

Og eitt í viðbót, hvað er málið með að gefa út 2-4 processora á ári? hvernær ætla þeir að framleiða Processor sem getur varað lengur en nokkur ár áður en hann verður obsolete.(Ég veit að þetta sé augljóst en samt!)

Re: Hvað finnst ykkur um Core i5 sem kemur í ágúst

Sent: Fim 12. Feb 2009 11:21
af Gunnar
þegar maður fer í að uppfæra sem verður öruglega ekki á næstunni þá fer maður líklega beint i Core i7 :) svo.
er hann ekki annars öflugri (ekkert buinn að kíkja á þetta)?

Re: Hvað finnst ykkur um Core i5 sem kemur í ágúst

Sent: Fim 12. Feb 2009 11:53
af Ayru
Gunnar skrifaði:þegar maður fer í að uppfæra sem verður öruglega ekki á næstunni þá fer maður líklega beint i Core i7 :) svo.
er hann ekki annars öflugri (ekkert buinn að kíkja á þetta)?


dual-channel DDR3 memory controller í stað triple channel ... enn þau hafa nýjan eiginleika sem er integrated PCI-Express graphics controller ^^

i7 er jú, þannig séð öflugri CPU en ekki í leikjum (sumir telja i7 vera frekar server board heldur en actual gaming board) . Samkvæmt benchmörkum, eins og staðan er í dag er ekki martækur munur á i7 or core 2 duo í leikjum þar sem leikirnir eru meira GPU hamlaðir.

Spurningin er, hvort integrated PCI-Express graphics controller mun hafa áhrif á performance-ið í leikjum.

Vinsamlegast engin skítaköst, ég hef ekkert á móti i7 þvert á móti þá mun ég væntanlega fá mér i7 þegar mitt drasl er obsolete.
Ég er einungis að tala um gaming vise ekki server/myndvinnslu.

Re: Hvað finnst ykkur um Core i5 sem kemur í ágúst

Sent: Fim 12. Feb 2009 13:34
af GuðjónR
Mér finnst hann ekkert merkilegur.

Re: Hvað finnst ykkur um Core i5 sem kemur í ágúst

Sent: Fös 13. Feb 2009 08:08
af Ayru
GuðjónR skrifaði:Mér finnst hann ekkert merkilegur.


Finnst þér þetta vera vaporware ? :-k

Re: Hvað finnst ykkur um Core i5 sem kemur í ágúst

Sent: Fös 13. Feb 2009 11:24
af GuðjónR
Ayru skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Mér finnst hann ekkert merkilegur.


Finnst þér þetta vera vaporware ? :-k


well...hann er að taka Super P á 19 sec, sem er samti tími og minn "gamli" E6700.
Þannig að mér finnst þetta ekkert merkilgt.
Core2Duo var það mikil framför að það þarf langan tíma til að toppa það almenninlega.

Re: Hvað finnst ykkur um Core i5 sem kemur í ágúst

Sent: Fös 13. Feb 2009 12:07
af x le fr
Ég held að þetta i5 / i7 dót sé mjög töff ... reikni-throughput er örugglega svipað og á Core, en allt lagg ætti að lækka slatta. Það tekur tíma fyrir örgjörvann að biðja external minniscontrollerkubb um að biðja minnið um info. Það þarf talsvert færri clock cycles til að sækja í minni með integrated minniscontroller, örgjörvinn nýtist betur í almennri vinnslu. Vélin verður meira smoooth!