Síða 1 af 1

Hvernig Media Center vél mynduð þið byggja?

Sent: Mið 11. Feb 2009 18:49
af Tesli
Sælir vaktarar,

Nú þegar ég er búinn að fara í gegn um þó nokkuð marga sjónvarpsflakkara og núna seinast í WD media player, þá hef ég ákveðið að snúa baki í þetta helvítis sjónvarpsflakkara rusl og kaupa mér bara almennilega Media Center vél sem getur spilað allt.
Hvernig vél myndi geta ráðið við stæðstu 1080p myndirnar og gert það fullkomlega?
Þyrfti að fá að vita hvaða örgjörva/skjákort/móðurborð/minni/disk/lyklaborð/mús og hvernig þið mynduð hafa kassann og bara allt.
Budget skiptir svosem ekki öllu, bara ekki eitthvað fáranlega dýrt. Ég ætla að hafa kassann við hliðina á sjónvarpinu og hafa lyklaborð og mús á stofuborðinu og jafnvel kaupa einhversskonar fjarstýringu ef það hentar.
Væri til í hljóðkort sem ég get tengt almennilega við heimabíóið mitt einnig.

Endilega komið með hugmyndir.

Takk fyrir

Re: Hvernig Media Center vél mynduð þið byggja?

Sent: Mið 11. Feb 2009 20:01
af hagur
Til að spila 1080p ripp (MKV) myndi ég fá mér mid - highrange Core 2 Duo örgjörva eða AMD örgjörva af svipaðri getu. Móðurborðið skiptir ekki öllu máli, en hljóðkortin sem eru innbyggð í flest móðurborð í dag duga fínt í þetta, þar sem að hljóðið í þessum MKV rippum er hvort sem er aldrei meira en 5.1 Dolby eða DTS, sem þú nærð vel í gegnum optical eða coaxial digital audio out.

Flest öll nýleg skjákort eru með hardware acceleration fyrir VC-1 og h.264 þannig að t.d Radeon 38xx eða 4xxx línan dugar fínt. Þau hafa líka þann kost að vera með HDMI út sem einnig flytur hljóð (en þó aðeins 5.1). Þannig gætirðu komist upp með að vera aðeins með einn kapal úr tölvunni og í sjónvarp/magnara (ef HDMI stuðningur er til staðar þar).

Í sambandi við hardware acceleration á vídjóskrám, þá er einn galli á gjöf njarðar. Hann er sá að það eru aðeins fáir hugbúnaðarvöndlar sem styðja HWA og eftir því sem ég best veit nærðu því ekki við spilun á t.d MKV skrám. Þessvegna tel ég að það sé betra að vera með þó nokkuð öflugan örgjörva til að sjá um það. Ef þú ætlar þér að setja blu-ray drif í vélina og nota t.d Power DVD 8 til að spila blu-ray diska, þá hefur HWA gríðarlega mikið að segja, því Power DVD nýtir það í botn við blu-ray afspilun. Ég er sjálfur með AMD 4400+ X2 örgjörva og hann er alveg á mörkunum við að ráða við 1080p MKV ripp. Er samt sem áður með Radeon 3850HD kort sem er með HWA, en það nýtist ekkert við afspilun á slíku efni, heldur lendir allt álagið á örgjörvanum.

Varðandi minni og aðra hluti, þá myndi ég bara fara í 2gb lágmark. Við val á kassa/PSU og HDD myndi ég einna helst velja hluti sem eru hljóðlátir. Það er ekkert meira pirrandi en suðandi tölva þegar maður er að horfa á bíómyndir. Myndi jafnvel leita að skjákorti með passive kælingu, en þau eru alveg til af þessum kaliber sem ég nefndi áðan.

Vona að þetta hjálpi eitthvað ...

Re: Hvernig Media Center vél mynduð þið byggja?

Sent: Mið 11. Feb 2009 20:50
af Allinn
Örgjörvi: AMD Phenom X3 Triple-Core 8450 = 17.900 kr
Móðurborð: Gigabyte GA-MA78GM-DS2H = 17.860 kr
Vinnsluminni: DDR2 MDT Twinpacks 2048MB 800Mhz = 5.860 kr
Sjónvarpskort: Hauppauge WinTV-HVR-1300 Pci = 18.860 kr
Geisladrif: SonyNEC Blu-ray Serial-ATA = 26.900 kr
Aflgjafi: Zalman 460W aflgjafi hljóðlátur = 12.900 kr
Kassi: Antec Fusion Remote Media Center = 29.900 kr

Samtals: 130.180 kr